Sífellt fleiri þurfa fjárstuðning Karen Kjartansdóttir skrifar 13. nóvember 2012 19:52 Fjöldi fólks í Reykjavík sem reiðir sig á fjárhagsaðstoð hefur nær tvöfaldast frá árinu 2006. Formaður velferðarráðs óttast að langvarandi atvinnuleysi fjölgi sjúklingum. Velferðarkerfið megi ekki sýna of mikla aumingjagæsku því þá skerði það lífsgæði fólks. Undanfarin ár hefur þeim sem þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg til að hafa í sig og á fjölgað verulega. Í desember árið 2006 þáðu 688 slíka aðstoð en á sama tíma í fyrra voru þeir orðnir 1.337. Ljóst er að enn mun fjölga í þessum hópi um næstu áramót en þá missir mikill fjöldi fólks rétt til atvinnuleysisbóta þar sem það hefur verið í fjögur ár án atvinnu. Samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun missa alls 3.300 manns rétt til atvinnuleysisbóta á næsta ári og verða því á framfærslu sveitarfélaganna. En um helmingur þeirra kemur úr Reykjavík. En fleira kemur í ljós ef rýnt er í tölurnar. Þannig sést að árið 2006 voru 287 manns með vottorð um að vera óvinnufærir en þess að teljast öryrkjar. Í fyrra var fjöldi þeirra orðinn 438. Lítið virðist geta hægt á fjölda þeirra sem reiðir sig á aðstoð sveitarfélaganna. En þeir sem fréttastofa ræddi við sögðu að lykilatriðið væri að virkja fólk til náms og vinnu. Annars gæti vandinn haldið áfram að vaxa. „Það er þannig að þeir sem eru lengi á svona lægstu tekjum samfélagsins og eru hvorki í vinnu né námi eða annarri virkni, þeir missa heilsuna smám saman," segir Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs. „Allar rannsóknir sýna það að bæði andleg og líkamleg heilsa fer mjög hratt versnandi eftir því sem fólk er lengur til dæmis á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna eða á atvinnuleysisbótum." Hún segir hættuna á að fólk festist á bótum og missi heilsuna raunverulegt vandamál. Það skerði lífsgæði fólksins og sé samfélaginu gríðarlega dýrt. Því verði að bjóða fólki upp á atvinnutækifæri, nám eða endurhæfingu. „Fyrst og fremst verðum við að bjóða upp á þessi tækifæri. Ef að við bjóðum fólki bara upp á bætur festist það í fátækragildru, missir heilsuna og það er það hættulega." Á fólk erfitt með að horfast í augu við þennan vanda? „Já, fólk trúir því að það sé allt í lagi að vera í nokkra mánuði, til dæmis á fjárhagsaðstoð, og heldur að það hafi ekki slæmar afleiðingar. En það sýnir sig að mjög fljótt fellur fólk í depurð sem þróast svo yfir í þunglyndi og mjög slæm lífsgæði. Þá festist fólk í því og þá segi ég að velferðarkerfið sé orðið of gott og að það hafi sýnt of mikla aumingjagæsku þegar fólk festist í kerfinu." Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Fjöldi fólks í Reykjavík sem reiðir sig á fjárhagsaðstoð hefur nær tvöfaldast frá árinu 2006. Formaður velferðarráðs óttast að langvarandi atvinnuleysi fjölgi sjúklingum. Velferðarkerfið megi ekki sýna of mikla aumingjagæsku því þá skerði það lífsgæði fólks. Undanfarin ár hefur þeim sem þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg til að hafa í sig og á fjölgað verulega. Í desember árið 2006 þáðu 688 slíka aðstoð en á sama tíma í fyrra voru þeir orðnir 1.337. Ljóst er að enn mun fjölga í þessum hópi um næstu áramót en þá missir mikill fjöldi fólks rétt til atvinnuleysisbóta þar sem það hefur verið í fjögur ár án atvinnu. Samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun missa alls 3.300 manns rétt til atvinnuleysisbóta á næsta ári og verða því á framfærslu sveitarfélaganna. En um helmingur þeirra kemur úr Reykjavík. En fleira kemur í ljós ef rýnt er í tölurnar. Þannig sést að árið 2006 voru 287 manns með vottorð um að vera óvinnufærir en þess að teljast öryrkjar. Í fyrra var fjöldi þeirra orðinn 438. Lítið virðist geta hægt á fjölda þeirra sem reiðir sig á aðstoð sveitarfélaganna. En þeir sem fréttastofa ræddi við sögðu að lykilatriðið væri að virkja fólk til náms og vinnu. Annars gæti vandinn haldið áfram að vaxa. „Það er þannig að þeir sem eru lengi á svona lægstu tekjum samfélagsins og eru hvorki í vinnu né námi eða annarri virkni, þeir missa heilsuna smám saman," segir Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs. „Allar rannsóknir sýna það að bæði andleg og líkamleg heilsa fer mjög hratt versnandi eftir því sem fólk er lengur til dæmis á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna eða á atvinnuleysisbótum." Hún segir hættuna á að fólk festist á bótum og missi heilsuna raunverulegt vandamál. Það skerði lífsgæði fólksins og sé samfélaginu gríðarlega dýrt. Því verði að bjóða fólki upp á atvinnutækifæri, nám eða endurhæfingu. „Fyrst og fremst verðum við að bjóða upp á þessi tækifæri. Ef að við bjóðum fólki bara upp á bætur festist það í fátækragildru, missir heilsuna og það er það hættulega." Á fólk erfitt með að horfast í augu við þennan vanda? „Já, fólk trúir því að það sé allt í lagi að vera í nokkra mánuði, til dæmis á fjárhagsaðstoð, og heldur að það hafi ekki slæmar afleiðingar. En það sýnir sig að mjög fljótt fellur fólk í depurð sem þróast svo yfir í þunglyndi og mjög slæm lífsgæði. Þá festist fólk í því og þá segi ég að velferðarkerfið sé orðið of gott og að það hafi sýnt of mikla aumingjagæsku þegar fólk festist í kerfinu."
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira