Sífellt fleiri þurfa fjárstuðning Karen Kjartansdóttir skrifar 13. nóvember 2012 19:52 Fjöldi fólks í Reykjavík sem reiðir sig á fjárhagsaðstoð hefur nær tvöfaldast frá árinu 2006. Formaður velferðarráðs óttast að langvarandi atvinnuleysi fjölgi sjúklingum. Velferðarkerfið megi ekki sýna of mikla aumingjagæsku því þá skerði það lífsgæði fólks. Undanfarin ár hefur þeim sem þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg til að hafa í sig og á fjölgað verulega. Í desember árið 2006 þáðu 688 slíka aðstoð en á sama tíma í fyrra voru þeir orðnir 1.337. Ljóst er að enn mun fjölga í þessum hópi um næstu áramót en þá missir mikill fjöldi fólks rétt til atvinnuleysisbóta þar sem það hefur verið í fjögur ár án atvinnu. Samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun missa alls 3.300 manns rétt til atvinnuleysisbóta á næsta ári og verða því á framfærslu sveitarfélaganna. En um helmingur þeirra kemur úr Reykjavík. En fleira kemur í ljós ef rýnt er í tölurnar. Þannig sést að árið 2006 voru 287 manns með vottorð um að vera óvinnufærir en þess að teljast öryrkjar. Í fyrra var fjöldi þeirra orðinn 438. Lítið virðist geta hægt á fjölda þeirra sem reiðir sig á aðstoð sveitarfélaganna. En þeir sem fréttastofa ræddi við sögðu að lykilatriðið væri að virkja fólk til náms og vinnu. Annars gæti vandinn haldið áfram að vaxa. „Það er þannig að þeir sem eru lengi á svona lægstu tekjum samfélagsins og eru hvorki í vinnu né námi eða annarri virkni, þeir missa heilsuna smám saman," segir Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs. „Allar rannsóknir sýna það að bæði andleg og líkamleg heilsa fer mjög hratt versnandi eftir því sem fólk er lengur til dæmis á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna eða á atvinnuleysisbótum." Hún segir hættuna á að fólk festist á bótum og missi heilsuna raunverulegt vandamál. Það skerði lífsgæði fólksins og sé samfélaginu gríðarlega dýrt. Því verði að bjóða fólki upp á atvinnutækifæri, nám eða endurhæfingu. „Fyrst og fremst verðum við að bjóða upp á þessi tækifæri. Ef að við bjóðum fólki bara upp á bætur festist það í fátækragildru, missir heilsuna og það er það hættulega." Á fólk erfitt með að horfast í augu við þennan vanda? „Já, fólk trúir því að það sé allt í lagi að vera í nokkra mánuði, til dæmis á fjárhagsaðstoð, og heldur að það hafi ekki slæmar afleiðingar. En það sýnir sig að mjög fljótt fellur fólk í depurð sem þróast svo yfir í þunglyndi og mjög slæm lífsgæði. Þá festist fólk í því og þá segi ég að velferðarkerfið sé orðið of gott og að það hafi sýnt of mikla aumingjagæsku þegar fólk festist í kerfinu." Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Fjöldi fólks í Reykjavík sem reiðir sig á fjárhagsaðstoð hefur nær tvöfaldast frá árinu 2006. Formaður velferðarráðs óttast að langvarandi atvinnuleysi fjölgi sjúklingum. Velferðarkerfið megi ekki sýna of mikla aumingjagæsku því þá skerði það lífsgæði fólks. Undanfarin ár hefur þeim sem þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg til að hafa í sig og á fjölgað verulega. Í desember árið 2006 þáðu 688 slíka aðstoð en á sama tíma í fyrra voru þeir orðnir 1.337. Ljóst er að enn mun fjölga í þessum hópi um næstu áramót en þá missir mikill fjöldi fólks rétt til atvinnuleysisbóta þar sem það hefur verið í fjögur ár án atvinnu. Samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun missa alls 3.300 manns rétt til atvinnuleysisbóta á næsta ári og verða því á framfærslu sveitarfélaganna. En um helmingur þeirra kemur úr Reykjavík. En fleira kemur í ljós ef rýnt er í tölurnar. Þannig sést að árið 2006 voru 287 manns með vottorð um að vera óvinnufærir en þess að teljast öryrkjar. Í fyrra var fjöldi þeirra orðinn 438. Lítið virðist geta hægt á fjölda þeirra sem reiðir sig á aðstoð sveitarfélaganna. En þeir sem fréttastofa ræddi við sögðu að lykilatriðið væri að virkja fólk til náms og vinnu. Annars gæti vandinn haldið áfram að vaxa. „Það er þannig að þeir sem eru lengi á svona lægstu tekjum samfélagsins og eru hvorki í vinnu né námi eða annarri virkni, þeir missa heilsuna smám saman," segir Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs. „Allar rannsóknir sýna það að bæði andleg og líkamleg heilsa fer mjög hratt versnandi eftir því sem fólk er lengur til dæmis á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna eða á atvinnuleysisbótum." Hún segir hættuna á að fólk festist á bótum og missi heilsuna raunverulegt vandamál. Það skerði lífsgæði fólksins og sé samfélaginu gríðarlega dýrt. Því verði að bjóða fólki upp á atvinnutækifæri, nám eða endurhæfingu. „Fyrst og fremst verðum við að bjóða upp á þessi tækifæri. Ef að við bjóðum fólki bara upp á bætur festist það í fátækragildru, missir heilsuna og það er það hættulega." Á fólk erfitt með að horfast í augu við þennan vanda? „Já, fólk trúir því að það sé allt í lagi að vera í nokkra mánuði, til dæmis á fjárhagsaðstoð, og heldur að það hafi ekki slæmar afleiðingar. En það sýnir sig að mjög fljótt fellur fólk í depurð sem þróast svo yfir í þunglyndi og mjög slæm lífsgæði. Þá festist fólk í því og þá segi ég að velferðarkerfið sé orðið of gott og að það hafi sýnt of mikla aumingjagæsku þegar fólk festist í kerfinu."
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira