Skattar lækka í Kópavogi 13. nóvember 2012 20:25 Kópavogur Áhersla er lögð á lækkun skulda í tillögu meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs að fjárhagsáætlun fyrirárið 2013. Fasteignagjöld af íbúðar- og atvinnuhúsnæði, vatnsskattur og sorphirðugjöld lækka í Kópavogi í upphafi næsta árs samkvæmt tillögunni. „Er þetta í samræmi við stefnuyfirlýsingu meirihlutans um að fasteignagjöld á íbúðir og fyrirtæki og önnur gjöld verði endurskoðuð með lækkun í huga," segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Með fjárhagsáætluninni sé tónninn gefinn og fyrstu skrefin tekin í átt að lækkun á skattbyrgði íbúa bæjarins.Hér fyrir neðan má sjá breytingu gjalda.Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,32% í 0,29% (um 9,4)Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis lækkar úr 214,97 í 190,00 kr/m² (um 11,6%)Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði lækkar úr 1,65% í 1,64% (um 0,6%)Fasteignaskattur á hesthús lækkar úr 0,625% í 0,59% (um 5,6%)Vatnsskattur lækkar úr 0,135% í 0,12% (um 11,1%)Sorphirðugjald lækkar úr 23.300 kr. í 21.000 kr. (um 9,9%) Gert er ráð fyrir að skuldahlutfall Kópavogsbæjar, það er, skuldir sveitarfélagsins deilt með rekstrartekjum, lækki úr 244 niður í 206 prósent. Samkvæmt lögum eiga sveitarfélög að vera búin að ná þessu hlutfalli niður fyrir 150 prósent fyrir 1. janúar 2023. Rekstrarafgangur samstæðu Kópavogsbæjar verður 126 milljónir króna á næsta ári samkvæmt áætluninni og veltufé frá rekstri 2.860 milljónir. „Fjárhagsáætlunin sýnir að Kópavogsbær er að takast að vinna hratt og vel úr þeim vanda sem skapaðist í kjölfar efnahagsáfallsins árið 2008 og mun betur heldur en raunsæir menn þorðu að vona en þar kemur til góður rekstur og sala lóða," segir Ármann. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Áhersla er lögð á lækkun skulda í tillögu meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs að fjárhagsáætlun fyrirárið 2013. Fasteignagjöld af íbúðar- og atvinnuhúsnæði, vatnsskattur og sorphirðugjöld lækka í Kópavogi í upphafi næsta árs samkvæmt tillögunni. „Er þetta í samræmi við stefnuyfirlýsingu meirihlutans um að fasteignagjöld á íbúðir og fyrirtæki og önnur gjöld verði endurskoðuð með lækkun í huga," segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Með fjárhagsáætluninni sé tónninn gefinn og fyrstu skrefin tekin í átt að lækkun á skattbyrgði íbúa bæjarins.Hér fyrir neðan má sjá breytingu gjalda.Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,32% í 0,29% (um 9,4)Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis lækkar úr 214,97 í 190,00 kr/m² (um 11,6%)Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði lækkar úr 1,65% í 1,64% (um 0,6%)Fasteignaskattur á hesthús lækkar úr 0,625% í 0,59% (um 5,6%)Vatnsskattur lækkar úr 0,135% í 0,12% (um 11,1%)Sorphirðugjald lækkar úr 23.300 kr. í 21.000 kr. (um 9,9%) Gert er ráð fyrir að skuldahlutfall Kópavogsbæjar, það er, skuldir sveitarfélagsins deilt með rekstrartekjum, lækki úr 244 niður í 206 prósent. Samkvæmt lögum eiga sveitarfélög að vera búin að ná þessu hlutfalli niður fyrir 150 prósent fyrir 1. janúar 2023. Rekstrarafgangur samstæðu Kópavogsbæjar verður 126 milljónir króna á næsta ári samkvæmt áætluninni og veltufé frá rekstri 2.860 milljónir. „Fjárhagsáætlunin sýnir að Kópavogsbær er að takast að vinna hratt og vel úr þeim vanda sem skapaðist í kjölfar efnahagsáfallsins árið 2008 og mun betur heldur en raunsæir menn þorðu að vona en þar kemur til góður rekstur og sala lóða," segir Ármann.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira