Fjölbreytileiki kallar á fjölbreytt úrræði Björk Vilhelmsdóttir og Kristín Heiða Helgadóttir skrifar 14. mars 2012 06:00 Í Reykjavík býr alls konar fólk og borgaryfirvöld fagna þeim fjölbreytileika. Sumir þurfa á miklum stuðningi samfélagsins að halda í sínu lífi, aðrir minni en öll eigum við það sameiginlegt að þurfa á velferðarþjónustu að halda á einhverjum tímapunkti í lífi okkar. Velferðarsvið leggur áherslu á það að þegar fullorðið, sjálfráða fólk vill leita sér hjálpar hafi það val um hvar það fær þjónustu. Í þjónustu- og styrktarsamningum velferðarsviðs við þriðja aðila er sérstaklega kveðið á um að unnið skuli í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var í borgarstjórn 16. maí 2006. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á aukið samstarf við notendur þjónustunnar, auk þess sem leitað hefur verið nýrra leiða í þjónustunni, m.a. með faglegum stuðningi við þriðja aðila frá sérfræðingum þjónustumiðstöðva velferðarsviðs. Þegar samið er við þriðja aðila er fyrst og fremst horft til þess hvort starf viðkomandi fyrirtækja, félaga eða samtaka sé virkt og skili árangri fyrir þá einstaklinga sem þangað velja að sækja sér hjálp. Þá er vert að benda á að á vegum mannréttindaráðs er starfandi starfshópur sem er ætlað að gera tillögu að skýrum ákvæðum um mannréttindi utangarðsfólks og fíkla í Reykjavík svo að tryggja megi að þjónusta við þennan hóp verði í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Tryggjum mannréttindi.Þau trúfélög og/eða lífsskoðunarfélög sem velferðarsvið styrkir hafa óskað eftir styrkjum vegna verkefna í þágu fullorðins fólks. Þessi félög vinna nauðsynlegt og mjög óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins, en það þýðir ekki að þau séu hafin yfir gagnrýni eða að þau séu undanskilin aðhaldi. Þess vegna var tillögu VG um að setja á laggirnar starfshóp til að vinna reglur um samskipti velferðarsviðs við trúar- og lífsskoðunarfélög hafnað en í stað þess var samþykkt tillaga um að velferðarsvið upplýsi: a) hvernig almennu eftirliti er háttað með félögum sem talist geta til trúfélaga og/eða lífsskoðunarfélaga og eru með þjónustu-/ styrktarsamninga við sviðið b) og hvernig auka megi eftirfylgni vegna ákvæða í þjónustusamningum um að unnið skuli í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Meginhlutverk velferðarráðs er að vera eftirlitsaðili með þeirri þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir. Það eftirlit tökum við mjög alvarlega og munum fylgjast áfram náið með þeim árangri sem þessi þjónusta er að ná og hvernig hún er framkvæmd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjavík býr alls konar fólk og borgaryfirvöld fagna þeim fjölbreytileika. Sumir þurfa á miklum stuðningi samfélagsins að halda í sínu lífi, aðrir minni en öll eigum við það sameiginlegt að þurfa á velferðarþjónustu að halda á einhverjum tímapunkti í lífi okkar. Velferðarsvið leggur áherslu á það að þegar fullorðið, sjálfráða fólk vill leita sér hjálpar hafi það val um hvar það fær þjónustu. Í þjónustu- og styrktarsamningum velferðarsviðs við þriðja aðila er sérstaklega kveðið á um að unnið skuli í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var í borgarstjórn 16. maí 2006. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á aukið samstarf við notendur þjónustunnar, auk þess sem leitað hefur verið nýrra leiða í þjónustunni, m.a. með faglegum stuðningi við þriðja aðila frá sérfræðingum þjónustumiðstöðva velferðarsviðs. Þegar samið er við þriðja aðila er fyrst og fremst horft til þess hvort starf viðkomandi fyrirtækja, félaga eða samtaka sé virkt og skili árangri fyrir þá einstaklinga sem þangað velja að sækja sér hjálp. Þá er vert að benda á að á vegum mannréttindaráðs er starfandi starfshópur sem er ætlað að gera tillögu að skýrum ákvæðum um mannréttindi utangarðsfólks og fíkla í Reykjavík svo að tryggja megi að þjónusta við þennan hóp verði í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Tryggjum mannréttindi.Þau trúfélög og/eða lífsskoðunarfélög sem velferðarsvið styrkir hafa óskað eftir styrkjum vegna verkefna í þágu fullorðins fólks. Þessi félög vinna nauðsynlegt og mjög óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins, en það þýðir ekki að þau séu hafin yfir gagnrýni eða að þau séu undanskilin aðhaldi. Þess vegna var tillögu VG um að setja á laggirnar starfshóp til að vinna reglur um samskipti velferðarsviðs við trúar- og lífsskoðunarfélög hafnað en í stað þess var samþykkt tillaga um að velferðarsvið upplýsi: a) hvernig almennu eftirliti er háttað með félögum sem talist geta til trúfélaga og/eða lífsskoðunarfélaga og eru með þjónustu-/ styrktarsamninga við sviðið b) og hvernig auka megi eftirfylgni vegna ákvæða í þjónustusamningum um að unnið skuli í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Meginhlutverk velferðarráðs er að vera eftirlitsaðili með þeirri þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir. Það eftirlit tökum við mjög alvarlega og munum fylgjast áfram náið með þeim árangri sem þessi þjónusta er að ná og hvernig hún er framkvæmd.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar