Frið um Bessastaði Gunnar Karlsson skrifar 14. mars 2012 06:00 Vel má fallast á það með Stefáni Jóni Hafstein hér í blaðinu 10. mars sl. að ekki sé heppilegt að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands í sumar. Þótt honum sé margt vel gefið getur hann aldrei orðið annað en í mesta lagi forseti lítils meirihluta þjóðarinnar, síst af öllu eftir atburði síðustu missera. Það sem við þörfnumst hins vegar er samstöðuafl og sameiningartákn, maður sem getur endurvakið þann frið um Bessastaði sem ríkti áður en Ólafur Ragnar fór að búa þar. Það merkir ekki endilega að forseti þurfi að vera kosinn með miklum meirihluta atkvæða, þótt það væri til bóta ef þess væri kostur, heldur að hann verði strax vel viðunandi og fljótlega vinsæll meðal þeirra sem kjósa hann ekki. Vigdís Finnbogadóttir hlaut aðeins þriðjung atkvæða þegar hún var kosin fyrst, en hún ávann sér fljótt álit og virðingu sem gerði hana að sannkölluðum þjóðhöfðingja. Hún reyndist vera rétt val. Vafalaust geta margir leyst þetta verkefni en ég hef sérstaklega einn mann í huga, og það er Pétur Gunnarsson rithöfundur. Hann hefur aldrei verið virkur í stjórnmálum og er afar ólíklegur til að blanda sér í pólitísk ágreiningsefni. Ég veit ekki einu sinni hvaða flokk hann hefur kosið að undanförnu og hef ekki hugmynd um hvort hann er með eða á móti aðild Íslendinga að Evrópusambandinu. Við Pétur erum engir einkavinir, enda veit ég ekki hvort hann er til í kosningabaráttu; á það verður að reyna. En ég þykist þekkja hann nógu vel til að vita að hann hafi víðsýni til að láta kjörna fulltrúa kjósenda eða kjósendur sjálfa um að taka ákvarðanir um slíkt. Hann er einkar viðfelldinn maður, glaðvær á hljóðlátan hátt og sérstaklega fyndinn eins og þeir vita sem hafa lesið bækur hans um uppvöxt Andra Haraldssonar. En hann getur líka átt til að vera talsvert landsföðurlegur þegar það á við. Hann er rótfastur í íslenskri menningu sem atvinnurithöfundur um áratugi, og hann hefur komið að félags- og stjórnarstörfum, meðal annars sem forseti Rithöfundasambands Íslands. Sömuleiðis skiptir það máli að eiginkona Péturs, Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mundi ekki sóma sér miður sem húsfreyja á Bessastöðum en Pétur í húsbóndahlutverkinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vel má fallast á það með Stefáni Jóni Hafstein hér í blaðinu 10. mars sl. að ekki sé heppilegt að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands í sumar. Þótt honum sé margt vel gefið getur hann aldrei orðið annað en í mesta lagi forseti lítils meirihluta þjóðarinnar, síst af öllu eftir atburði síðustu missera. Það sem við þörfnumst hins vegar er samstöðuafl og sameiningartákn, maður sem getur endurvakið þann frið um Bessastaði sem ríkti áður en Ólafur Ragnar fór að búa þar. Það merkir ekki endilega að forseti þurfi að vera kosinn með miklum meirihluta atkvæða, þótt það væri til bóta ef þess væri kostur, heldur að hann verði strax vel viðunandi og fljótlega vinsæll meðal þeirra sem kjósa hann ekki. Vigdís Finnbogadóttir hlaut aðeins þriðjung atkvæða þegar hún var kosin fyrst, en hún ávann sér fljótt álit og virðingu sem gerði hana að sannkölluðum þjóðhöfðingja. Hún reyndist vera rétt val. Vafalaust geta margir leyst þetta verkefni en ég hef sérstaklega einn mann í huga, og það er Pétur Gunnarsson rithöfundur. Hann hefur aldrei verið virkur í stjórnmálum og er afar ólíklegur til að blanda sér í pólitísk ágreiningsefni. Ég veit ekki einu sinni hvaða flokk hann hefur kosið að undanförnu og hef ekki hugmynd um hvort hann er með eða á móti aðild Íslendinga að Evrópusambandinu. Við Pétur erum engir einkavinir, enda veit ég ekki hvort hann er til í kosningabaráttu; á það verður að reyna. En ég þykist þekkja hann nógu vel til að vita að hann hafi víðsýni til að láta kjörna fulltrúa kjósenda eða kjósendur sjálfa um að taka ákvarðanir um slíkt. Hann er einkar viðfelldinn maður, glaðvær á hljóðlátan hátt og sérstaklega fyndinn eins og þeir vita sem hafa lesið bækur hans um uppvöxt Andra Haraldssonar. En hann getur líka átt til að vera talsvert landsföðurlegur þegar það á við. Hann er rótfastur í íslenskri menningu sem atvinnurithöfundur um áratugi, og hann hefur komið að félags- og stjórnarstörfum, meðal annars sem forseti Rithöfundasambands Íslands. Sömuleiðis skiptir það máli að eiginkona Péturs, Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mundi ekki sóma sér miður sem húsfreyja á Bessastöðum en Pétur í húsbóndahlutverkinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar