Hvatning til útvarpsstjóra Ástþór Magnússon skrifar 14. mars 2012 06:00 Forsetakosningar eru á margan hátt spegilmynd af virkni lýðræðis. Álitsgjafar og leiðarahöfundar íslenskra fjölmiðla hafa stundum fjallað um forsetakosningar erlendis í niðrandi tón og gjarnan með viðurnefninu „rússnesk“ kosning. Yfirleitt er þá átt við að valdamaður nær yfirburðakosningu með bolabrögðum og misnotkun ríkisfjölmiðla m.a. með því að útiloka aðra frambjóðendur frá fjölmiðlum og keyra þess í stað skoðanamyndandi áróður. En því miður gerist þetta einnig á Íslandi. T.d. í forsetakosningunum árið 2004 fengu frambjóðendur engan aðgang að RÚV. Íslensku ríkisfjölmiðlarnir notuðu tugi klukkustunda í að útvarpa og sjónvarpa fótboltalýsingum en gátu ekki séð af nokkrum mínútum fyrir íslenskar forsetakosningar. Engin umfjöllun fór fram á RÚV annað en margendurteknar skoðanakannanir sem hömruðu á yfirburðastöðu sitjandi forseta. Forsetinn var eini frambjóðendinn í þeim kosningum sem fékk aðgengi að ríkisfjölmiðlinum í gegnum embætti sitt á Bessastöðum. Það var síðan ekki fyrr en kvöldið fyrir kjördag sem haldinn var einn umræðufundur frambjóðenda í sjónvarpssal, en á þeim tímapunkti var auðvitað þjóðin þegar búin að gera upp hug sinn en án þess að hafa kynnst málefnum frambjóðenda með óhlutdrægum hætti. Dr. Dietrich Fischer, prófessor við friðarháskóla Evrópu í Austurríki, lýsti viðtali við sig á RÚV fyrir forsetakosningarnar 2004 með þessum orðum: Mér var tjáð að öllum þessum þáttum, sem voru kjarni umræðu minnar, hefði verið sleppt þegar hluti viðtalsins var sýndur í sjónvarpinu í kvöld. Ég verð að játa að ég er hneykslaður. Þessi leið til að hindra frjálsa og opna umræðu minnir einna helst á herferðina í Júgóslavíu árið 1992 þar sem talsmanni friðar, Milan Panic, var aftrað frá að kynna friðarstefnu sína fyrir kjósendum vegna þess að fjölmiðlum þar í landi var alfarið stjórnað af stuðningsmönnum þáverandi forseta landsins, Slobodan Milosevic. Bréf Dr. Fischer má lesa í heild á vefnum forsetakosningar.is. Í kjölfar þess að tilboði RÚV í sýningarrétt á fótbolta var hafnað, hafa tugir klukkustunda fallið úr dagskráráætlun RÚV fyrir maí og júní. Nú er því kjörið tækifæri fyrir útvarpsstjóra að venda kvæði í kross og tryggja með óhlutdrægri og vandaðri umfjöllun að ársins 2012 verði ekki minnst vegna „rússneskra“ forsetakosninga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Forsetakosningar eru á margan hátt spegilmynd af virkni lýðræðis. Álitsgjafar og leiðarahöfundar íslenskra fjölmiðla hafa stundum fjallað um forsetakosningar erlendis í niðrandi tón og gjarnan með viðurnefninu „rússnesk“ kosning. Yfirleitt er þá átt við að valdamaður nær yfirburðakosningu með bolabrögðum og misnotkun ríkisfjölmiðla m.a. með því að útiloka aðra frambjóðendur frá fjölmiðlum og keyra þess í stað skoðanamyndandi áróður. En því miður gerist þetta einnig á Íslandi. T.d. í forsetakosningunum árið 2004 fengu frambjóðendur engan aðgang að RÚV. Íslensku ríkisfjölmiðlarnir notuðu tugi klukkustunda í að útvarpa og sjónvarpa fótboltalýsingum en gátu ekki séð af nokkrum mínútum fyrir íslenskar forsetakosningar. Engin umfjöllun fór fram á RÚV annað en margendurteknar skoðanakannanir sem hömruðu á yfirburðastöðu sitjandi forseta. Forsetinn var eini frambjóðendinn í þeim kosningum sem fékk aðgengi að ríkisfjölmiðlinum í gegnum embætti sitt á Bessastöðum. Það var síðan ekki fyrr en kvöldið fyrir kjördag sem haldinn var einn umræðufundur frambjóðenda í sjónvarpssal, en á þeim tímapunkti var auðvitað þjóðin þegar búin að gera upp hug sinn en án þess að hafa kynnst málefnum frambjóðenda með óhlutdrægum hætti. Dr. Dietrich Fischer, prófessor við friðarháskóla Evrópu í Austurríki, lýsti viðtali við sig á RÚV fyrir forsetakosningarnar 2004 með þessum orðum: Mér var tjáð að öllum þessum þáttum, sem voru kjarni umræðu minnar, hefði verið sleppt þegar hluti viðtalsins var sýndur í sjónvarpinu í kvöld. Ég verð að játa að ég er hneykslaður. Þessi leið til að hindra frjálsa og opna umræðu minnir einna helst á herferðina í Júgóslavíu árið 1992 þar sem talsmanni friðar, Milan Panic, var aftrað frá að kynna friðarstefnu sína fyrir kjósendum vegna þess að fjölmiðlum þar í landi var alfarið stjórnað af stuðningsmönnum þáverandi forseta landsins, Slobodan Milosevic. Bréf Dr. Fischer má lesa í heild á vefnum forsetakosningar.is. Í kjölfar þess að tilboði RÚV í sýningarrétt á fótbolta var hafnað, hafa tugir klukkustunda fallið úr dagskráráætlun RÚV fyrir maí og júní. Nú er því kjörið tækifæri fyrir útvarpsstjóra að venda kvæði í kross og tryggja með óhlutdrægri og vandaðri umfjöllun að ársins 2012 verði ekki minnst vegna „rússneskra“ forsetakosninga á Íslandi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun