Hvatning til útvarpsstjóra Ástþór Magnússon skrifar 14. mars 2012 06:00 Forsetakosningar eru á margan hátt spegilmynd af virkni lýðræðis. Álitsgjafar og leiðarahöfundar íslenskra fjölmiðla hafa stundum fjallað um forsetakosningar erlendis í niðrandi tón og gjarnan með viðurnefninu „rússnesk“ kosning. Yfirleitt er þá átt við að valdamaður nær yfirburðakosningu með bolabrögðum og misnotkun ríkisfjölmiðla m.a. með því að útiloka aðra frambjóðendur frá fjölmiðlum og keyra þess í stað skoðanamyndandi áróður. En því miður gerist þetta einnig á Íslandi. T.d. í forsetakosningunum árið 2004 fengu frambjóðendur engan aðgang að RÚV. Íslensku ríkisfjölmiðlarnir notuðu tugi klukkustunda í að útvarpa og sjónvarpa fótboltalýsingum en gátu ekki séð af nokkrum mínútum fyrir íslenskar forsetakosningar. Engin umfjöllun fór fram á RÚV annað en margendurteknar skoðanakannanir sem hömruðu á yfirburðastöðu sitjandi forseta. Forsetinn var eini frambjóðendinn í þeim kosningum sem fékk aðgengi að ríkisfjölmiðlinum í gegnum embætti sitt á Bessastöðum. Það var síðan ekki fyrr en kvöldið fyrir kjördag sem haldinn var einn umræðufundur frambjóðenda í sjónvarpssal, en á þeim tímapunkti var auðvitað þjóðin þegar búin að gera upp hug sinn en án þess að hafa kynnst málefnum frambjóðenda með óhlutdrægum hætti. Dr. Dietrich Fischer, prófessor við friðarháskóla Evrópu í Austurríki, lýsti viðtali við sig á RÚV fyrir forsetakosningarnar 2004 með þessum orðum: Mér var tjáð að öllum þessum þáttum, sem voru kjarni umræðu minnar, hefði verið sleppt þegar hluti viðtalsins var sýndur í sjónvarpinu í kvöld. Ég verð að játa að ég er hneykslaður. Þessi leið til að hindra frjálsa og opna umræðu minnir einna helst á herferðina í Júgóslavíu árið 1992 þar sem talsmanni friðar, Milan Panic, var aftrað frá að kynna friðarstefnu sína fyrir kjósendum vegna þess að fjölmiðlum þar í landi var alfarið stjórnað af stuðningsmönnum þáverandi forseta landsins, Slobodan Milosevic. Bréf Dr. Fischer má lesa í heild á vefnum forsetakosningar.is. Í kjölfar þess að tilboði RÚV í sýningarrétt á fótbolta var hafnað, hafa tugir klukkustunda fallið úr dagskráráætlun RÚV fyrir maí og júní. Nú er því kjörið tækifæri fyrir útvarpsstjóra að venda kvæði í kross og tryggja með óhlutdrægri og vandaðri umfjöllun að ársins 2012 verði ekki minnst vegna „rússneskra“ forsetakosninga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Forsetakosningar eru á margan hátt spegilmynd af virkni lýðræðis. Álitsgjafar og leiðarahöfundar íslenskra fjölmiðla hafa stundum fjallað um forsetakosningar erlendis í niðrandi tón og gjarnan með viðurnefninu „rússnesk“ kosning. Yfirleitt er þá átt við að valdamaður nær yfirburðakosningu með bolabrögðum og misnotkun ríkisfjölmiðla m.a. með því að útiloka aðra frambjóðendur frá fjölmiðlum og keyra þess í stað skoðanamyndandi áróður. En því miður gerist þetta einnig á Íslandi. T.d. í forsetakosningunum árið 2004 fengu frambjóðendur engan aðgang að RÚV. Íslensku ríkisfjölmiðlarnir notuðu tugi klukkustunda í að útvarpa og sjónvarpa fótboltalýsingum en gátu ekki séð af nokkrum mínútum fyrir íslenskar forsetakosningar. Engin umfjöllun fór fram á RÚV annað en margendurteknar skoðanakannanir sem hömruðu á yfirburðastöðu sitjandi forseta. Forsetinn var eini frambjóðendinn í þeim kosningum sem fékk aðgengi að ríkisfjölmiðlinum í gegnum embætti sitt á Bessastöðum. Það var síðan ekki fyrr en kvöldið fyrir kjördag sem haldinn var einn umræðufundur frambjóðenda í sjónvarpssal, en á þeim tímapunkti var auðvitað þjóðin þegar búin að gera upp hug sinn en án þess að hafa kynnst málefnum frambjóðenda með óhlutdrægum hætti. Dr. Dietrich Fischer, prófessor við friðarháskóla Evrópu í Austurríki, lýsti viðtali við sig á RÚV fyrir forsetakosningarnar 2004 með þessum orðum: Mér var tjáð að öllum þessum þáttum, sem voru kjarni umræðu minnar, hefði verið sleppt þegar hluti viðtalsins var sýndur í sjónvarpinu í kvöld. Ég verð að játa að ég er hneykslaður. Þessi leið til að hindra frjálsa og opna umræðu minnir einna helst á herferðina í Júgóslavíu árið 1992 þar sem talsmanni friðar, Milan Panic, var aftrað frá að kynna friðarstefnu sína fyrir kjósendum vegna þess að fjölmiðlum þar í landi var alfarið stjórnað af stuðningsmönnum þáverandi forseta landsins, Slobodan Milosevic. Bréf Dr. Fischer má lesa í heild á vefnum forsetakosningar.is. Í kjölfar þess að tilboði RÚV í sýningarrétt á fótbolta var hafnað, hafa tugir klukkustunda fallið úr dagskráráætlun RÚV fyrir maí og júní. Nú er því kjörið tækifæri fyrir útvarpsstjóra að venda kvæði í kross og tryggja með óhlutdrægri og vandaðri umfjöllun að ársins 2012 verði ekki minnst vegna „rússneskra“ forsetakosninga á Íslandi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar