Erlent

Marine Le Pen fer í framboð

Marine le Pen
Keppir við Sarkozy og Hollande.
Marine le Pen Keppir við Sarkozy og Hollande. fréttablaðið/AP
Marine Le Pen, dóttir þjóðernissinnans Jean Marie Le Pen, hefur tryggt sér nægilega margar undirskriftir til þess að geta boðið sig fram í forsetakosningum í næsta mánuði.

Þar keppir hún við Nicolas Sarkozy, núverandi forseta, sem undanfarið hefur reynt að höfða til þjóðernissinna í von um að ná þar atkvæðum.

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er Sarkozy spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninganna. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×