Erlent

Sendiherra Íslands í Belgíu: Hér er mikil sorg

Boði Logason skrifar
Aðkoman á slysstað í morgun var hrikalega og rútan er ónýt.
Aðkoman á slysstað í morgun var hrikalega og rútan er ónýt. mynd/AFP
Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Belgíu, segir að þjóðarsorg ríki í landinu og að fjallað sé um lítið annað í fjölmiðlum en hörmulegt rútuslys í Sviss í gærkvöldi þar sem tuttugu og tvö belgísk börn fórust. Krakkarnir sem voru 12 ára gamlir voru á heimleið úr skíðafríi þegar rútan sem þau voru í keyrði á vegg í undirgöngum hraðbrautar í suðurhluta Sviss.

Þórir segir að margir spyrji sig hvað hafi valdið því að rútan klessti á en nefnt hefur verið að rútan hafi verið á of miklum hraða. Lögreglan ætlar að halda blaðamannafund núna klukkan tvö á íslenskum tíma þar sem farið verður yfir rannsóknina.

Fimmtíu og tveir voru í rútunni og fórust tuttugu og átta, þar af tuttugu og tvö börn, eins og áður segir, en þau koma öll frá tveimur litlum sveitarfélögum. Aðkoman á slysstað í gærkvöldi var hrikaleg og er rútan ónýt.

"Konungur Albert annar er búinn að lýsa yfir mikilli sorg og forsætisráðherrann er á leið til Sviss núna síðdegis. Hér er mikil sorg, þetta er skelfilegt slys," segir Þórir.


Tengdar fréttir

Rútuslys kostaði 22 börn lífið í Sviss

Rútuslys í Sviss í gærkvöldi kostaði 28 manns lífið þar af 22 börn. Rútan, sem var full af belgískum farþegum á leið heim frá skíðafríi, keyrði á vegg í undirgöngum hraðbrautar í Valais kantónunni í suðurhluta Sviss með fyrrgreindum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×