Erlent

Ber súrefnisgeymi eiganda síns hvert sem er

Alida ásamt Herra Gibbs.
Alida ásamt Herra Gibbs.
Herra Gibbs og hin þriggja ára gamla Alida Knobloch frá Louisville í Bandaríkjunum eru mun meira en bestu vinir. Hundurinn ber súrefnisgeymi hennar hvert sem þau fara.

Alida greindist með afar sjaldgæfan sjúkdóm þegar hún var átta mánaða gömul. Krónísk sýking í lungum hennar heftir andardrátt og gæti dregið hana til dauða ef hún hefur ekki aðgang að súrefni.

Aðeins 800 tilfelli sjúkdómsins eru á skrá en hann uppgötvaðist árið 2005.

Því miður er Alida ekki nógu sterk til að halda á súrefnisgeyminum. Foreldar hennar ákváðu því að fá sérþjálfaðan hund til bera súrefnið.

Herra Gibbs, sem er blanda af veiðihundi og púðluhundi, fylgir Alidu hvert sem hún fer. Þegar hún þarfnast súrefnisins getur hún tengd öndurgrímur við tankinn og fengið súrefnið.

Það skemmir ekki fyrir að Alida og Herra Gibbs eru bestu vinir. „Hann er uppáhalds hundurinn minn," sagði Alida.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×