Launalækkun er í boði ríkisstjórnar Páll Steingrímsson skrifar 16. nóvember 2012 06:00 Nú er það að ganga eftir sem sjómenn óttuðust í vor, þ.e. að krafa ætti eftir að koma fram um að laun þeirra yrðu lækkuð. Þetta ætti þó ekki að koma neinum á óvart. Í sérfræðiáliti, sem ríkisstjórnin kallaði sjálf eftir, sagði m.a.: „Umfangsmikil skattlagning rentu mun LÆKKA laun sjómanna.“ Svo mörg voru þau orð um áhrif frumvarps um stórhækkuð veiðigjöld á laun sjómanna. Steingrímur J. hefur lofað því fjálglega að sjómenn muni ekki þurfa að taka á sig veiðigjöldin. Þetta er sami Steingrímur og tók sjómannaafsláttinn af þeim með loðnum yfirlýsingum um að kannski, ef til vill, hugsanlega, einhvern tíma þegar kæmi betri tíð væri mögulegt að þeir nytu afsláttarins aftur. Það verður hins vegar ekki á meðan þessi ríkisstjórn er við völd. Málið er að enginn tekur lengur mark á orðum Steingríms því allir vita orðið fyrir hvað J-ið í millinafninu hans stendur.Rætinn málflutningur Fáar starfsstéttir hafa mátt sitja undir jafn rætnum málflutningi af hálfu stjórnvalda og sjómenn. Þegar er farið að svíða undan veiðigjöldunum – eins og fréttir að undanförnu vitna best um – og nú hafa útgerðarmenn verið þvingaðir í hlutverk böðulsins gagnvart sjómönnum. Um leið hvítþvo stjórnvöld hendur sínar af því að ráðast að kjörum sjómanna og skella skuldinni á útgerðarmenn. Allir, sem hafa kynnt sér áhrif stórhækkaðra veiðigjalda, vita að þau munu leiða til þess að útgerðum og skipum fækkar og að sjómönnum fækkar um leið. Skattlagningunni verður ekki mætt nema með hagræðingu og niðurskurði útgjalda. Þar gilda sömu lögmál og hjá almenningi eftir fall bankanna, hver er sjálfum sér næstur.Lýðskruminu engin takmörk sett? Á sama tíma og ráðist er að kjörum þeirra sem hafa gert sjómennsku að starfsvettvangi sínum stæra stjórnvöld sig af því að hafa veitt hundruðum hobbýkarla atvinnu við strandveiðar í nokkra daga í mánuði yfir hásumarið. Finnst stjórnvöldum það þess virði að fórna rótgrónum útgerðarfyrirtækjum og störfum atvinnusjómanna á altari tækifærismennskunnar? Eru lýðskruminu engin takmörk sett? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú er það að ganga eftir sem sjómenn óttuðust í vor, þ.e. að krafa ætti eftir að koma fram um að laun þeirra yrðu lækkuð. Þetta ætti þó ekki að koma neinum á óvart. Í sérfræðiáliti, sem ríkisstjórnin kallaði sjálf eftir, sagði m.a.: „Umfangsmikil skattlagning rentu mun LÆKKA laun sjómanna.“ Svo mörg voru þau orð um áhrif frumvarps um stórhækkuð veiðigjöld á laun sjómanna. Steingrímur J. hefur lofað því fjálglega að sjómenn muni ekki þurfa að taka á sig veiðigjöldin. Þetta er sami Steingrímur og tók sjómannaafsláttinn af þeim með loðnum yfirlýsingum um að kannski, ef til vill, hugsanlega, einhvern tíma þegar kæmi betri tíð væri mögulegt að þeir nytu afsláttarins aftur. Það verður hins vegar ekki á meðan þessi ríkisstjórn er við völd. Málið er að enginn tekur lengur mark á orðum Steingríms því allir vita orðið fyrir hvað J-ið í millinafninu hans stendur.Rætinn málflutningur Fáar starfsstéttir hafa mátt sitja undir jafn rætnum málflutningi af hálfu stjórnvalda og sjómenn. Þegar er farið að svíða undan veiðigjöldunum – eins og fréttir að undanförnu vitna best um – og nú hafa útgerðarmenn verið þvingaðir í hlutverk böðulsins gagnvart sjómönnum. Um leið hvítþvo stjórnvöld hendur sínar af því að ráðast að kjörum sjómanna og skella skuldinni á útgerðarmenn. Allir, sem hafa kynnt sér áhrif stórhækkaðra veiðigjalda, vita að þau munu leiða til þess að útgerðum og skipum fækkar og að sjómönnum fækkar um leið. Skattlagningunni verður ekki mætt nema með hagræðingu og niðurskurði útgjalda. Þar gilda sömu lögmál og hjá almenningi eftir fall bankanna, hver er sjálfum sér næstur.Lýðskruminu engin takmörk sett? Á sama tíma og ráðist er að kjörum þeirra sem hafa gert sjómennsku að starfsvettvangi sínum stæra stjórnvöld sig af því að hafa veitt hundruðum hobbýkarla atvinnu við strandveiðar í nokkra daga í mánuði yfir hásumarið. Finnst stjórnvöldum það þess virði að fórna rótgrónum útgerðarfyrirtækjum og störfum atvinnusjómanna á altari tækifærismennskunnar? Eru lýðskruminu engin takmörk sett?
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar