Mikilvægt að hælis- leitendum sé ekki refsað Kristján Sturluson skrifar 16. nóvember 2012 06:00 Í umræðu undanfarið um málefni hælisleitenda og fórnarlömb mansals hafa verið dregnir fram ýmsir vankantar á þeim reglum sem nú gilda um málaflokkinn. Þeir sem til þekkja eru almennt sammála um að íslensk stjórnvöld þurfi að koma betur til móts við þá sem hingað leita hælis undan stríðsátökum og ofsóknum eða hafa jafnvel verið seldir hingað mansali. Í sumar kom út skýrsla nefndar á vegum innanríkisráðuneytisins sem fjallaði um málefni útlendinga utan EES. Rauði krossinn á Íslandi og Mannréttindaskrifstofa Íslands fagna almennt tillögum nefndarinnar sem taka að verulegu leyti tillit til ábendinga og athugasemda sem félögin hafa haldið á lofti. Mannréttindaskrifstofan og Rauði krossinn vilja sérstaklega vekja athygli á mikilvægi þess að innleidd verði í lög ákvæði sem miða að því að hraða málsmeðferð hælisumsókna og bæta hana. Afgreiðsla umsókna um hæli ætti að jafnaði ekki að taka lengri tíma en þrjá mánuði. Þá þyrfti að vera í lögum ákvæði um hámarksafgreiðslutíma umsókna enda hefur langur afgreiðslutími hælisumsókna almennt afar slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu hælisleitenda. Brýnt er að komið verði á fót sjálfstæðum og óhlutdrægum úrskurðaraðila sem fari sjálfstætt yfir synjanir Útlendingastofnunar en ýmsar alþjóðastofnanir á sviði mannréttinda hafa borið brigður á núverandi fyrirkomulag þar sem innanríkisráðuneytið fer yfir neikvæðar ákvarðanir undirstofnunar sinnar. Önnur hugsanleg leið væri að hægt væri að kæra neikvæðar ákvarðanir Útlendingastofnunar beint til dómstóla. Þá er mikilvægt að nýtt ákvæði í útlendingalögum taki sérstaklega til þeirra hælisleitenda sem eru í mjög viðkvæmri stöðu og að réttindi barna verði styrkt verulega með nýjum málsmeðferðarreglum. Einnig er afar mikilvægt að tryggja frekar í lögum réttaröryggi útlendinga utan EES-svæðisins á Íslandi og fjölskyldna þeirra, s.s. hvað varðar jöfnun réttindasöfnunar meðal dvalarleyfisflokka og heildstætt mat á högum útlendings sem sækir um dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla við landið. Rauði krossinn og Mannréttindaskrifstofan telja sérstaklega mikilvæga tillögu sem sett er fram í skýrslunni um að lögfest verði sú meginregla að flóttamönnum og hælisleitendum sé ekki refsað fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum við komuna til Íslands. Það er afar íþyngjandi fyrir flóttamann að hefja nýtt líf í landinu með fjársekt og dóm á bakinu og stangast í ofanálag mögulega á við alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Almennt eru tillögur nefndarinnar, og þær sem hér hafa verið tíundaðar, til þess fallnar að styrkja mannréttindi ásamt því að auka réttaröryggi og velferð einstaklinga sem hér óska hælis eða eru staddir á landinu. Rauði krossinn og Mannréttindaskrifstofan binda því vonir við að frumvarp til breytinga eða nýrra laga um útlendinga verði lagt fram á Alþingi á næstu vikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í umræðu undanfarið um málefni hælisleitenda og fórnarlömb mansals hafa verið dregnir fram ýmsir vankantar á þeim reglum sem nú gilda um málaflokkinn. Þeir sem til þekkja eru almennt sammála um að íslensk stjórnvöld þurfi að koma betur til móts við þá sem hingað leita hælis undan stríðsátökum og ofsóknum eða hafa jafnvel verið seldir hingað mansali. Í sumar kom út skýrsla nefndar á vegum innanríkisráðuneytisins sem fjallaði um málefni útlendinga utan EES. Rauði krossinn á Íslandi og Mannréttindaskrifstofa Íslands fagna almennt tillögum nefndarinnar sem taka að verulegu leyti tillit til ábendinga og athugasemda sem félögin hafa haldið á lofti. Mannréttindaskrifstofan og Rauði krossinn vilja sérstaklega vekja athygli á mikilvægi þess að innleidd verði í lög ákvæði sem miða að því að hraða málsmeðferð hælisumsókna og bæta hana. Afgreiðsla umsókna um hæli ætti að jafnaði ekki að taka lengri tíma en þrjá mánuði. Þá þyrfti að vera í lögum ákvæði um hámarksafgreiðslutíma umsókna enda hefur langur afgreiðslutími hælisumsókna almennt afar slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu hælisleitenda. Brýnt er að komið verði á fót sjálfstæðum og óhlutdrægum úrskurðaraðila sem fari sjálfstætt yfir synjanir Útlendingastofnunar en ýmsar alþjóðastofnanir á sviði mannréttinda hafa borið brigður á núverandi fyrirkomulag þar sem innanríkisráðuneytið fer yfir neikvæðar ákvarðanir undirstofnunar sinnar. Önnur hugsanleg leið væri að hægt væri að kæra neikvæðar ákvarðanir Útlendingastofnunar beint til dómstóla. Þá er mikilvægt að nýtt ákvæði í útlendingalögum taki sérstaklega til þeirra hælisleitenda sem eru í mjög viðkvæmri stöðu og að réttindi barna verði styrkt verulega með nýjum málsmeðferðarreglum. Einnig er afar mikilvægt að tryggja frekar í lögum réttaröryggi útlendinga utan EES-svæðisins á Íslandi og fjölskyldna þeirra, s.s. hvað varðar jöfnun réttindasöfnunar meðal dvalarleyfisflokka og heildstætt mat á högum útlendings sem sækir um dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla við landið. Rauði krossinn og Mannréttindaskrifstofan telja sérstaklega mikilvæga tillögu sem sett er fram í skýrslunni um að lögfest verði sú meginregla að flóttamönnum og hælisleitendum sé ekki refsað fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum við komuna til Íslands. Það er afar íþyngjandi fyrir flóttamann að hefja nýtt líf í landinu með fjársekt og dóm á bakinu og stangast í ofanálag mögulega á við alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Almennt eru tillögur nefndarinnar, og þær sem hér hafa verið tíundaðar, til þess fallnar að styrkja mannréttindi ásamt því að auka réttaröryggi og velferð einstaklinga sem hér óska hælis eða eru staddir á landinu. Rauði krossinn og Mannréttindaskrifstofan binda því vonir við að frumvarp til breytinga eða nýrra laga um útlendinga verði lagt fram á Alþingi á næstu vikum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun