Mikilvægt að hælis- leitendum sé ekki refsað Kristján Sturluson skrifar 16. nóvember 2012 06:00 Í umræðu undanfarið um málefni hælisleitenda og fórnarlömb mansals hafa verið dregnir fram ýmsir vankantar á þeim reglum sem nú gilda um málaflokkinn. Þeir sem til þekkja eru almennt sammála um að íslensk stjórnvöld þurfi að koma betur til móts við þá sem hingað leita hælis undan stríðsátökum og ofsóknum eða hafa jafnvel verið seldir hingað mansali. Í sumar kom út skýrsla nefndar á vegum innanríkisráðuneytisins sem fjallaði um málefni útlendinga utan EES. Rauði krossinn á Íslandi og Mannréttindaskrifstofa Íslands fagna almennt tillögum nefndarinnar sem taka að verulegu leyti tillit til ábendinga og athugasemda sem félögin hafa haldið á lofti. Mannréttindaskrifstofan og Rauði krossinn vilja sérstaklega vekja athygli á mikilvægi þess að innleidd verði í lög ákvæði sem miða að því að hraða málsmeðferð hælisumsókna og bæta hana. Afgreiðsla umsókna um hæli ætti að jafnaði ekki að taka lengri tíma en þrjá mánuði. Þá þyrfti að vera í lögum ákvæði um hámarksafgreiðslutíma umsókna enda hefur langur afgreiðslutími hælisumsókna almennt afar slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu hælisleitenda. Brýnt er að komið verði á fót sjálfstæðum og óhlutdrægum úrskurðaraðila sem fari sjálfstætt yfir synjanir Útlendingastofnunar en ýmsar alþjóðastofnanir á sviði mannréttinda hafa borið brigður á núverandi fyrirkomulag þar sem innanríkisráðuneytið fer yfir neikvæðar ákvarðanir undirstofnunar sinnar. Önnur hugsanleg leið væri að hægt væri að kæra neikvæðar ákvarðanir Útlendingastofnunar beint til dómstóla. Þá er mikilvægt að nýtt ákvæði í útlendingalögum taki sérstaklega til þeirra hælisleitenda sem eru í mjög viðkvæmri stöðu og að réttindi barna verði styrkt verulega með nýjum málsmeðferðarreglum. Einnig er afar mikilvægt að tryggja frekar í lögum réttaröryggi útlendinga utan EES-svæðisins á Íslandi og fjölskyldna þeirra, s.s. hvað varðar jöfnun réttindasöfnunar meðal dvalarleyfisflokka og heildstætt mat á högum útlendings sem sækir um dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla við landið. Rauði krossinn og Mannréttindaskrifstofan telja sérstaklega mikilvæga tillögu sem sett er fram í skýrslunni um að lögfest verði sú meginregla að flóttamönnum og hælisleitendum sé ekki refsað fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum við komuna til Íslands. Það er afar íþyngjandi fyrir flóttamann að hefja nýtt líf í landinu með fjársekt og dóm á bakinu og stangast í ofanálag mögulega á við alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Almennt eru tillögur nefndarinnar, og þær sem hér hafa verið tíundaðar, til þess fallnar að styrkja mannréttindi ásamt því að auka réttaröryggi og velferð einstaklinga sem hér óska hælis eða eru staddir á landinu. Rauði krossinn og Mannréttindaskrifstofan binda því vonir við að frumvarp til breytinga eða nýrra laga um útlendinga verði lagt fram á Alþingi á næstu vikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Í umræðu undanfarið um málefni hælisleitenda og fórnarlömb mansals hafa verið dregnir fram ýmsir vankantar á þeim reglum sem nú gilda um málaflokkinn. Þeir sem til þekkja eru almennt sammála um að íslensk stjórnvöld þurfi að koma betur til móts við þá sem hingað leita hælis undan stríðsátökum og ofsóknum eða hafa jafnvel verið seldir hingað mansali. Í sumar kom út skýrsla nefndar á vegum innanríkisráðuneytisins sem fjallaði um málefni útlendinga utan EES. Rauði krossinn á Íslandi og Mannréttindaskrifstofa Íslands fagna almennt tillögum nefndarinnar sem taka að verulegu leyti tillit til ábendinga og athugasemda sem félögin hafa haldið á lofti. Mannréttindaskrifstofan og Rauði krossinn vilja sérstaklega vekja athygli á mikilvægi þess að innleidd verði í lög ákvæði sem miða að því að hraða málsmeðferð hælisumsókna og bæta hana. Afgreiðsla umsókna um hæli ætti að jafnaði ekki að taka lengri tíma en þrjá mánuði. Þá þyrfti að vera í lögum ákvæði um hámarksafgreiðslutíma umsókna enda hefur langur afgreiðslutími hælisumsókna almennt afar slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu hælisleitenda. Brýnt er að komið verði á fót sjálfstæðum og óhlutdrægum úrskurðaraðila sem fari sjálfstætt yfir synjanir Útlendingastofnunar en ýmsar alþjóðastofnanir á sviði mannréttinda hafa borið brigður á núverandi fyrirkomulag þar sem innanríkisráðuneytið fer yfir neikvæðar ákvarðanir undirstofnunar sinnar. Önnur hugsanleg leið væri að hægt væri að kæra neikvæðar ákvarðanir Útlendingastofnunar beint til dómstóla. Þá er mikilvægt að nýtt ákvæði í útlendingalögum taki sérstaklega til þeirra hælisleitenda sem eru í mjög viðkvæmri stöðu og að réttindi barna verði styrkt verulega með nýjum málsmeðferðarreglum. Einnig er afar mikilvægt að tryggja frekar í lögum réttaröryggi útlendinga utan EES-svæðisins á Íslandi og fjölskyldna þeirra, s.s. hvað varðar jöfnun réttindasöfnunar meðal dvalarleyfisflokka og heildstætt mat á högum útlendings sem sækir um dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla við landið. Rauði krossinn og Mannréttindaskrifstofan telja sérstaklega mikilvæga tillögu sem sett er fram í skýrslunni um að lögfest verði sú meginregla að flóttamönnum og hælisleitendum sé ekki refsað fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum við komuna til Íslands. Það er afar íþyngjandi fyrir flóttamann að hefja nýtt líf í landinu með fjársekt og dóm á bakinu og stangast í ofanálag mögulega á við alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Almennt eru tillögur nefndarinnar, og þær sem hér hafa verið tíundaðar, til þess fallnar að styrkja mannréttindi ásamt því að auka réttaröryggi og velferð einstaklinga sem hér óska hælis eða eru staddir á landinu. Rauði krossinn og Mannréttindaskrifstofan binda því vonir við að frumvarp til breytinga eða nýrra laga um útlendinga verði lagt fram á Alþingi á næstu vikum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun