Verðtrygging er ekki lögmál Eygló Harðardóttir skrifar 17. febrúar 2012 06:00 Þegar verðtryggingu var komið á var um neyðarráðstöfun að ræða sem tryggja átti sparifé, lánsfé og laun. Forsendur þessara aðgerða voru að verðbólga hafði verið langtum meiri hér en hjá öðrum þróuðum ríkjum og vextir voru ekki frjálsir, sem kom í veg fyrir að fjármálastofnanir gætu brugðist við verðbólgunni. Það leiddi nánast til hruns á lánsfjármörkuðum og samhliða óhóflegrar erlendrar skuldasöfnunar. Þessar forsendur eru ekki lengur til staðar. Vaxtafrelsi tryggir að fjármálastofnanir geta brugðist við verðbólgu, ofgnótt er af innlendu lánsfjármagni og verðbólga er ekki mikið meiri hér en í öðrum þróuðum ríkjum í sögulegu samhengi. Af hverju má þá ekki losa neytendur undan oki verðtryggingarinnar? Nokkrar af þeim leiðum sem nefndar hafa verið til að afnema hana af samningnum neytenda eru bann við verðtryggingu neytendalána, breyting á vísitölunni og þak á hækkun verðbóta á ársgrundvelli. Þessar tillögur hafa verið gagnrýndar með þeim rökum að afnám í skrefum eða hreint bann muni skerða eignarrétt kröfueigenda og fela í sér hugsanlega afturvirkni. Frá því almenn verðtrygging var innleidd hafa allar þessar leiðir verið farnar með lagasetningu og taldar standast stjórnarskrána. Árið 1972 ógiltu stjórnvöld verðtryggingu húsnæðislána með því að setja 7,75% hámark á verðtryggingu og vexti nokkurra árganga lána. Árið 1983 var útreikningi vísitölunnar breytt og aftur 1989. Árið 1995 var samsett lánskjaravísitala afnumin og vísitala neysluverðs sett í hennar stað og eldri lán tengd henni. Með breytingunni á vísitölunni væri því bæði hægt að draga úr hækkun lánanna og nýta til leiðréttingar lána. Verðtrygging hefur verið afnumin af launum og því ekkert því til fyrirstöðu að afnema verðtryggingu af neytendalánum. Krafan um verðtryggingu varðar ekki verðgildi fjármuna heldur ávöxtunarkröfu fjármagnseigenda. Á síðustu fjórum árum hefur almenningur séð skuldir sínar hækka um tugi prósenta vegna verðbóta. Á sama tíma hefur verðmæti eigna og launatekjur staðið í stað eða lækkað. Krafan um verðtryggingu er orðin krafa okrarans um pund af holdi. Það er mál að linni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Þegar verðtryggingu var komið á var um neyðarráðstöfun að ræða sem tryggja átti sparifé, lánsfé og laun. Forsendur þessara aðgerða voru að verðbólga hafði verið langtum meiri hér en hjá öðrum þróuðum ríkjum og vextir voru ekki frjálsir, sem kom í veg fyrir að fjármálastofnanir gætu brugðist við verðbólgunni. Það leiddi nánast til hruns á lánsfjármörkuðum og samhliða óhóflegrar erlendrar skuldasöfnunar. Þessar forsendur eru ekki lengur til staðar. Vaxtafrelsi tryggir að fjármálastofnanir geta brugðist við verðbólgu, ofgnótt er af innlendu lánsfjármagni og verðbólga er ekki mikið meiri hér en í öðrum þróuðum ríkjum í sögulegu samhengi. Af hverju má þá ekki losa neytendur undan oki verðtryggingarinnar? Nokkrar af þeim leiðum sem nefndar hafa verið til að afnema hana af samningnum neytenda eru bann við verðtryggingu neytendalána, breyting á vísitölunni og þak á hækkun verðbóta á ársgrundvelli. Þessar tillögur hafa verið gagnrýndar með þeim rökum að afnám í skrefum eða hreint bann muni skerða eignarrétt kröfueigenda og fela í sér hugsanlega afturvirkni. Frá því almenn verðtrygging var innleidd hafa allar þessar leiðir verið farnar með lagasetningu og taldar standast stjórnarskrána. Árið 1972 ógiltu stjórnvöld verðtryggingu húsnæðislána með því að setja 7,75% hámark á verðtryggingu og vexti nokkurra árganga lána. Árið 1983 var útreikningi vísitölunnar breytt og aftur 1989. Árið 1995 var samsett lánskjaravísitala afnumin og vísitala neysluverðs sett í hennar stað og eldri lán tengd henni. Með breytingunni á vísitölunni væri því bæði hægt að draga úr hækkun lánanna og nýta til leiðréttingar lána. Verðtrygging hefur verið afnumin af launum og því ekkert því til fyrirstöðu að afnema verðtryggingu af neytendalánum. Krafan um verðtryggingu varðar ekki verðgildi fjármuna heldur ávöxtunarkröfu fjármagnseigenda. Á síðustu fjórum árum hefur almenningur séð skuldir sínar hækka um tugi prósenta vegna verðbóta. Á sama tíma hefur verðmæti eigna og launatekjur staðið í stað eða lækkað. Krafan um verðtryggingu er orðin krafa okrarans um pund af holdi. Það er mál að linni.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar