Búið er að endurgera einn þekktasta kappakstur eða bílaeltingaleik kvikmyndasögunnar. Um er að ræða eltingarleikinn þegar Steve McQueen eltir launmorðingja um götur San Francisco í myndinni Bullit sem gerð var árið 1968.
Á sínum tíma var McQueen í Ford Mustang GT Fastback bíl og launmorðinginn í Dodge Charger 440 Magnum. Í endurgerðinni, sem gerð var fyrir sjónvarpsþáttaseríuna Alcatraz, er notast við nýja Mustang og Dodge Charger bíla.
Og í stað Steve McQueen er það leikkonan Rebecca Madsen sem er undir stýri á Mustang bílnum.
Kappaksturinn úr myndinni Bullit endurgerður
