Erlent

Eagle Egilsson leikstýrir lokaþætti Alcatraz

Íslenski leikstjórinn Egill Örn Egilsson hefur getið sér gott orð í kvikmyndabransanum vestanhafs. Nýlega leikstýrði hann öðrum lokaþætti sjónvarpsþáttaraðarinnar Alcatraz en þættirnir eru sýndir á Stöð 2.

Egill, sem hefur tekið sér sviðsnafnið Eagle Egilsson, hefur komið að framleiðslu fjölda sjónvarpsþátta í Bandaríkjunum. Einna helst sá hann um kvikmyndatöku í sjónvarpsþáttunum vinsælu The Wire. Þátturinn, sem var til sýninga á árunum 2002 til 2008, er af mörgum talinn vera einn besti sjónvarpsþáttur allra tíma.

Egill hefur einnig framleitt og leikstýrt efni fyrir sjónvarp. Þar á meðal kom hann að framleiðslu sjónvarpsþáttanna Heroes: Destiny og CSI: Miami.

Fyrir stuttu leikstýrði Egill þættinum „Garrett Stillman" en þátturinn er annar lokaþáttur Alcatraz. Hægt er að horfa á kynningarmyndband fyrir þáttinn hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×