Konur, tímamót eru fram undan Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar 8. mars 2012 06:00 Hinn 19. júní 2015, eftir rúm þrjú ár, eru 100 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Því verður ástæða til að fagna. Mörgum kann að finnast það ótrúlegt nú að helmingur þjóðarinnar, og rúmlega það, hafi ekki haft rétt til að kjósa þingmenn á Alþingi eða bjóða sig fram til þingsetu. En svona var það þar til fyrir 97 árum. Rétturinn sem fékkst var þó takmarkaður í fyrstu. Aðeins konur 40 ára og eldri fengu þessi réttindi. Ótrúlegt en satt. Konur nýttu sér þennan rétt strax en það varð nokkur bið á því að kona settist á Alþingi. Í landskjörinu í júní 1922 var fyrstan konan kosin á Alþingi, Ingibjörg H. Bjarnason. Fyrir það hlýtur hún sérstakan sess í sögu okkar. Hún settist á þing í febrúar 1923 og reyndist dugmikill þingmaður. Ingibjörg kom víða við, eins og saga hennar hermir. Hún var skólastjóri Kvennaskólans og beitti sér m.a. fyrir landssöfnuninni til þess að reisa Landspítalann á sínum tíma. Það hefur ekki verið auðvelt að vera eina konan í alþingismannahópnum 1923. Ingibjörg mátti búa við alls konar fordóma og glósur. Jafnvel enn í dag finnum við konur fyrir því að á okkur hallar. Þinghefðin og orðræðan er karllæg oft og tíðum. Hlutfall kvenna á Alþingi var fram eftir öllu fáránlega lágt; ein eða tvær konur og stundum engin. Það var ekki fyrr en upp úr 1980, eftir kosningasigur Vigdísar Finnbogadóttur og framboð Kvennalistans sem það fór að rofa til. Baksvið þess er auðvitað kvennabaráttan, rauðu sokkarnir, sem hófst nokkru áður. Nú er svo komið að Alþingi er í fremstu röð þjóðþinga með um 2/5 eða 40% hlutfall kvenna. Þingforsetinn er kona og forsætisráðherrann er kona, kona hefur skipað forsæti í Hæstarétti, og kona hefur verið þjóðhöfðingi. Okkur hefur sannarlega miðað áleiðis. Þessara merku tímamóta, aldarafmælis kosningaréttar kvenna 19. júní 2015, verður að minnast með veglegum hætti. Ég hef sem forseti Alþingis skrifað samtökum kvenna bréf og boðað til fundar þar sem rætt verður um hvernig að undirbúningi skuli standa. Mér finnst mikilvægast að grasrótin, samtök kvenna í landinu, sameinist um að móta hugmyndir um hvernig við stöndum að afmælishátíðinni og á hvað verði lögð áhersla. Þannig verði leitað í smiðju kvenna sem vinna að málefnum og framgangi kvenna í þjóðfélaginu um hvernig staðið verði að málum fremur en að opinberar stofnanir skipi nefnd til að stýra hátíðinni. Ég vona að sá fundur, sem nú hefur verið boðað til, laugardaginn 31. mars nk. skili öflugum hugmyndum. Hann setji af stað verkefni og hópa sem kyndi upp fyrir þá kvennahátíð sem fram undan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Hinn 19. júní 2015, eftir rúm þrjú ár, eru 100 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Því verður ástæða til að fagna. Mörgum kann að finnast það ótrúlegt nú að helmingur þjóðarinnar, og rúmlega það, hafi ekki haft rétt til að kjósa þingmenn á Alþingi eða bjóða sig fram til þingsetu. En svona var það þar til fyrir 97 árum. Rétturinn sem fékkst var þó takmarkaður í fyrstu. Aðeins konur 40 ára og eldri fengu þessi réttindi. Ótrúlegt en satt. Konur nýttu sér þennan rétt strax en það varð nokkur bið á því að kona settist á Alþingi. Í landskjörinu í júní 1922 var fyrstan konan kosin á Alþingi, Ingibjörg H. Bjarnason. Fyrir það hlýtur hún sérstakan sess í sögu okkar. Hún settist á þing í febrúar 1923 og reyndist dugmikill þingmaður. Ingibjörg kom víða við, eins og saga hennar hermir. Hún var skólastjóri Kvennaskólans og beitti sér m.a. fyrir landssöfnuninni til þess að reisa Landspítalann á sínum tíma. Það hefur ekki verið auðvelt að vera eina konan í alþingismannahópnum 1923. Ingibjörg mátti búa við alls konar fordóma og glósur. Jafnvel enn í dag finnum við konur fyrir því að á okkur hallar. Þinghefðin og orðræðan er karllæg oft og tíðum. Hlutfall kvenna á Alþingi var fram eftir öllu fáránlega lágt; ein eða tvær konur og stundum engin. Það var ekki fyrr en upp úr 1980, eftir kosningasigur Vigdísar Finnbogadóttur og framboð Kvennalistans sem það fór að rofa til. Baksvið þess er auðvitað kvennabaráttan, rauðu sokkarnir, sem hófst nokkru áður. Nú er svo komið að Alþingi er í fremstu röð þjóðþinga með um 2/5 eða 40% hlutfall kvenna. Þingforsetinn er kona og forsætisráðherrann er kona, kona hefur skipað forsæti í Hæstarétti, og kona hefur verið þjóðhöfðingi. Okkur hefur sannarlega miðað áleiðis. Þessara merku tímamóta, aldarafmælis kosningaréttar kvenna 19. júní 2015, verður að minnast með veglegum hætti. Ég hef sem forseti Alþingis skrifað samtökum kvenna bréf og boðað til fundar þar sem rætt verður um hvernig að undirbúningi skuli standa. Mér finnst mikilvægast að grasrótin, samtök kvenna í landinu, sameinist um að móta hugmyndir um hvernig við stöndum að afmælishátíðinni og á hvað verði lögð áhersla. Þannig verði leitað í smiðju kvenna sem vinna að málefnum og framgangi kvenna í þjóðfélaginu um hvernig staðið verði að málum fremur en að opinberar stofnanir skipi nefnd til að stýra hátíðinni. Ég vona að sá fundur, sem nú hefur verið boðað til, laugardaginn 31. mars nk. skili öflugum hugmyndum. Hann setji af stað verkefni og hópa sem kyndi upp fyrir þá kvennahátíð sem fram undan er.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar