Við og þau – kristin kúgunarrök gegn mosku eru ógild Sindri Geir Óskarsson skrifar 8. mars 2012 06:00 Í umræðunni um byggingu mosku á Íslandi hafa margir andstæðingar moskubyggingar gripið til þeirra raka að múslímar eigi ekki að fá að byggja mosku hér því að ekki megi byggja kirkjur í „múslíma löndum”. Hinsvegar er Sádi-Arabía eina múslímska landið þar sem kirkjur eru bannaðar. Sá sem að ætlar að halda í þessi rök er að mestum líkum kristinn, því mun þessi grein taka ákveðið mið af því. Sá sem heldur fast í það að múslímar megi ekki byggja sér mosku því að kristnir söfnuðir mega ekki byggja kirkjur í Sádi-Arabíu eru búnir að gera samskipti menningarheima að við vs. þau deilu. Þá gefur fólk ekki bara upp ranga mynd af „andstæðingnum“ heldur einnig sér sjálfu. Hver erum við? Stendur baráttan á milli kristinna og múslíma og inniheldur hugmyndin um „okkur“ þá alla kristna einstaklinga? Eru „þeir“ þá allir múslímar í heiminum, hvort sem þeir búa í Sádi-Arabíu, Indónesíu, Akureyri eða Króatíu? Það er auðvelt að setja samasemmerki á milli allra múslíma í heiminum, við þekkjum menningu þeirra ekki nægilega vel. Hinsvegar þekkjum við okkar eigin menningarheim það vel að við myndum aldrei setja samasemmerki á milli kaþólikka, hvítasunnumanna, lútherana, mormóna eða kalvinista, það væri fáránlegt. Ef við þekktum menningarheim múslíma þætti okkur álíka fáránlegt að setja samasemmerki á milli shía, súnníta, sufi, alawi eða ibadi múslíma. Kennisetningar, lífsskilningur og markmið eru það ólík á milli allra þessara trúarhreyfinga að það er ómögulegt að segja að þar sé um sama hlutinn að ræða. Það er ástæða fyrir því að það er ekki bara einn söfnuður á Íslandi, lútheristi getur ekki gengist undir kaþólskar kenningar eða tekið mark á öllum gildum hvítasunnumanna. Við berum hins vegar þá virðingu fyrir kristnum söfnuðum á Íslandi að við bönnum þeim ekki að byggja sér samkomuhús þrátt fyrir skoðanamismun. Sá sem ætlar að setja allar stefnur íslam undir sama hatt í við vs. þeir deilunni þarf að setja allar kristnar stefnur undir sama hatt og setja þar með samasemmerki á milli trúar sinnar og trúar kristnu hryðjuverkasamtakanna Army of God sem hafa myrt bæði samkynhneigt fólk og lækna sem framkvæma fóstureyðingar. Þú ættir að sjá að það er ekki hægt. Því fellur við vs. þau deilan um sjálfa sig þegar það kemur í ljós að í raun er ekki til neitt VIÐ eða ÞAU. „Múslímar mega ekki byggja mosku hér því að ekki má byggja kirkjur í Sádi-Arabíu og kristið fólk verður fyrir kúgun víðsvegar í múslimskum löndum.“ Sá sem heldur þessum rökum fram þarf að spyrja sig hvort hann aðhyllist auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, eða hvort réttlætið nái fram að ganga ef við á Íslandi bönnum múslímum að byggja sér hús til að dýrka Guð sinn. Erum við að sýna samstöðu með kúguðum trúsystkinum okkar með því að kúga íslenska múslíma? Ætli það samrýmist kristinni kenningu sem byggir á náungakærleik að múslímum sé bannað að lifa í friði og frelsi á Íslandi? Þar sem þessi rök eru án efa mest notuð af kristnum einstaklingum spyr ég hvort þetta samrýmist þeirri hugsjón að bjóða hinn vangann, að við gerum öðrum það sem við viljum sjálf að yfir okkur gangi eða hvort við förum hamförum yfir flísinni í auga múslímans á meðan við sjáum ekki bjálkann í okkar kristna auga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í umræðunni um byggingu mosku á Íslandi hafa margir andstæðingar moskubyggingar gripið til þeirra raka að múslímar eigi ekki að fá að byggja mosku hér því að ekki megi byggja kirkjur í „múslíma löndum”. Hinsvegar er Sádi-Arabía eina múslímska landið þar sem kirkjur eru bannaðar. Sá sem að ætlar að halda í þessi rök er að mestum líkum kristinn, því mun þessi grein taka ákveðið mið af því. Sá sem heldur fast í það að múslímar megi ekki byggja sér mosku því að kristnir söfnuðir mega ekki byggja kirkjur í Sádi-Arabíu eru búnir að gera samskipti menningarheima að við vs. þau deilu. Þá gefur fólk ekki bara upp ranga mynd af „andstæðingnum“ heldur einnig sér sjálfu. Hver erum við? Stendur baráttan á milli kristinna og múslíma og inniheldur hugmyndin um „okkur“ þá alla kristna einstaklinga? Eru „þeir“ þá allir múslímar í heiminum, hvort sem þeir búa í Sádi-Arabíu, Indónesíu, Akureyri eða Króatíu? Það er auðvelt að setja samasemmerki á milli allra múslíma í heiminum, við þekkjum menningu þeirra ekki nægilega vel. Hinsvegar þekkjum við okkar eigin menningarheim það vel að við myndum aldrei setja samasemmerki á milli kaþólikka, hvítasunnumanna, lútherana, mormóna eða kalvinista, það væri fáránlegt. Ef við þekktum menningarheim múslíma þætti okkur álíka fáránlegt að setja samasemmerki á milli shía, súnníta, sufi, alawi eða ibadi múslíma. Kennisetningar, lífsskilningur og markmið eru það ólík á milli allra þessara trúarhreyfinga að það er ómögulegt að segja að þar sé um sama hlutinn að ræða. Það er ástæða fyrir því að það er ekki bara einn söfnuður á Íslandi, lútheristi getur ekki gengist undir kaþólskar kenningar eða tekið mark á öllum gildum hvítasunnumanna. Við berum hins vegar þá virðingu fyrir kristnum söfnuðum á Íslandi að við bönnum þeim ekki að byggja sér samkomuhús þrátt fyrir skoðanamismun. Sá sem ætlar að setja allar stefnur íslam undir sama hatt í við vs. þeir deilunni þarf að setja allar kristnar stefnur undir sama hatt og setja þar með samasemmerki á milli trúar sinnar og trúar kristnu hryðjuverkasamtakanna Army of God sem hafa myrt bæði samkynhneigt fólk og lækna sem framkvæma fóstureyðingar. Þú ættir að sjá að það er ekki hægt. Því fellur við vs. þau deilan um sjálfa sig þegar það kemur í ljós að í raun er ekki til neitt VIÐ eða ÞAU. „Múslímar mega ekki byggja mosku hér því að ekki má byggja kirkjur í Sádi-Arabíu og kristið fólk verður fyrir kúgun víðsvegar í múslimskum löndum.“ Sá sem heldur þessum rökum fram þarf að spyrja sig hvort hann aðhyllist auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, eða hvort réttlætið nái fram að ganga ef við á Íslandi bönnum múslímum að byggja sér hús til að dýrka Guð sinn. Erum við að sýna samstöðu með kúguðum trúsystkinum okkar með því að kúga íslenska múslíma? Ætli það samrýmist kristinni kenningu sem byggir á náungakærleik að múslímum sé bannað að lifa í friði og frelsi á Íslandi? Þar sem þessi rök eru án efa mest notuð af kristnum einstaklingum spyr ég hvort þetta samrýmist þeirri hugsjón að bjóða hinn vangann, að við gerum öðrum það sem við viljum sjálf að yfir okkur gangi eða hvort við förum hamförum yfir flísinni í auga múslímans á meðan við sjáum ekki bjálkann í okkar kristna auga?
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun