

Ferðaþjónustan sameinist gegn kynferðisofbeldi á börnum
Fyrr á þessu ári var samningur Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun fullgiltur á Íslandi og samhliða var hegningarlögunum breytt. Ein af þeim breytingum er að Íslendingur sem verður uppvís að kynferðislegu samneyti við barn í öðru landi getur nú verið dæmdur fyrir það á Íslandi samkvæmt íslenskum lögum. Þetta á við jafnvel þótt lög þess lands banni ekki kynferðislegt samneyti við börn. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að einstaklingar eru börn til 18 ára aldurs.
Á hverju ári leiðast 1-2 milljónir barna í heiminum út í vændi vegna fátæktar og erfiðra aðstæðna. Þau eru í raun beitt kynferðisofbeldi gegn gjaldi, til dæmis af ferðamönnum. Í kjölfar alþjóðavæðingar og auðveldari ferðamáta hefur kynferðisleg misnotkun í tengslum við ferðaþjónustu aukist til muna. Ferðamennirnir eru yfirleitt frá Vesturlöndum og ferðast til þróunarlanda eða landa þar sem efnahagur og aðstæður eru verri en í heimalandinu.
Þeir sem leggja upp í utanferðir í þeim tilgangi að stunda kynferðisofbeldi gagnvart börnum nýta sér neyð barnanna. Þessi börn búa yfirleitt við fátækt og erfiðar aðstæður og bera ekki ábyrgð á þeim aðstæðum og því ofbeldi sem þau verða fyrir. Þau eru gjarnan fórnarlömb mansals og hinn fullorðni getur aldrei skýlt sér á bak við samþykki barnsins.
Siðareglur ferðaþjónustuaðila
Fjöldi erlendra ferðaþjónustufyrirtækja hefur, í samstarfi við frjáls félagasamtök á borð við Save the Children, gert og undirritað siðareglur um vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun í ferðaþjónustu. Þar með hafa þau lofað að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir slíkt. Ýmsar ferðaskrifstofur á Íslandi selja ferðir til staða sem þekktir eru fyrir mansal á börnum, þar sem börn eru beitt kynferðisofbeldi gegn gjaldi.
Barnaheill – Save the Children á Íslandi telja mjög mikilvægt að íslenskir aðilar í ferðaþjónustu geri og undirriti siðareglur og taki þannig þátt í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Vitundarvakning meðal ferðamanna er einnig mikilvæg. Því væri æskilegt að á vefsíðum ferðaskrifstofa, í bæklingum og/eða með ferðagögnum fylgdu leiðbeiningar til ferðamanna um ábyrga ferðamennsku og hvað þeir eiga að gera verði þeir varir við kynferðislegt ofbeldi á börnum í ferðum sínum. Ferðamenn eiga að tilkynna slíkt til lögregluyfirvalda á staðnum, til fararstjóra eða ferðaskrifstofu. Jafnframt er mikilvægt að fórnarlömbunum sé veitt aðstoð af hálfu fagaðila. Við getum ekki sætt okkur við að ferðamenn komist upp með að beita börn sem búa við fátækt og erfiðar aðstæður kynferðisofbeldi. Með markvissri stefnu og samstilltu átaki væri hægt að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum í mun meiri mæli.
Barnaheill – Save the Children á Íslandi óska eftir samstarfi við íslenska ferðaþjónustuaðila um að innleiða siðareglur um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi af hálfu ferðamanna. Þannig sýnum við samfélagslega ábyrgð og gefum skýr skilaboð um að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum verði ekki látið óátalið.
Skoðun

#blessmeta - önnur grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers virði er lambakjöt?
Hafliði Halldórsson skrifar

Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð
Elín Íris Fanndal skrifar

Þjóðareign, trú og skattar
Svanur Guðmundsson skrifar

Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt?
Einar G Harðarson skrifar

Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar

Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan
Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Opið bréf til stjórnvalda
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar

Við skuldum þeim að hlusta
Ólafur Adolfsson skrifar

„Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv.
Flosi Þorgeirsson skrifar

Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum?
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Traust í húfi
Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðmætasköpun án virðingar
Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar

Daði Már týnir sjálfum sér
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun
Anna María Ágústsdóttir skrifar

Aðgerðir gegn mansali í forgangi
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Framtíðin fær húsnæði
Ingunn Gunnarsdóttir skrifar

Börnin sem deyja á Gaza
Elín Pjetursdóttir skrifar