Erlent

Annan hættir sem friðarsamningamaður

Kofi Annan.
Kofi Annan. mynd/AP
Kofi Annan hefur sagt starfi sínu sem sérstakur friðarsamningamaður Arabandalagsins og Sameinuðu Þjóðanna lausu. Annan tilkynnti þetta í kvöld.

Annan sagði að sýrlenska þjóðin þurfi nauðsynlega á aðstoð alþjóðasamfélagsins að halda. Um leið gagnrýndi hann vinnubrögð öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. Ráðinu hefur ekki tekist að beita sér að ráði frá því að stjórnarbylting hófst í Sýrlandi á síðasta ári.

Annan stóð að baki aðgerðaráætlun sem átti að stuðla að friði í landinu. Stríðandi fylkingar í landinu samþykktu áætlunin en þó aðeins í orði.

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, hefur lýst vonbrigðum sínum með ákvörðun Annan. Þá tók utanríkisráðuneyti Sýrlands í saman streng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×