Lífið

Claire Danes eignast son

Hamingjusamir foreldrar.
Hamingjusamir foreldrar.
Þau verða svo sannarlega gleðileg jólin hjá Homeland stjörnunni Claire Danes og eiginmanni hennar Hugh Dancy en þau eignuðust sitt fyrsta barn síðastliðinn mánudag.

Hjónunum fæddist sonur og hefur hann fengið nafnið Cyrus Michael Christopher Dancy.

Hjónin héldu kyni barnsins út af fyrir sig alla meðgönguna en þau hafa verið gift frá því árið 2009. Þá létu þau pússa sig saman fyrir framan sína nánustu við litla athöfn í Frakklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.