Fótboltahjónin Coleen og Wayne Rooney eiga von á öðru barni og afhjúpaði Coleen kyn barnsins á Twitter fyrir stuttu.
"Það var æðislegt að sjá barnið okkar í sónar í gær!!! Við ákváðum að fá að vita kynið…og það er…STRÁKUR!! Svo spennt," skrifaði Coleen á síðuna.
Sæta par.Parið á fyrir þriggja ára drenginn Kai en nýi herramaðurinn kemur í heiminn í maí á næsta ári.