Rihanna og Chris Brown hafa gengið í gegnum súrt og sætt síðustu ár en eitthvað virðist halda þeim saman. Rihanna nefnilega flaug frá Barbados til að eyða jóladegi með Chris í Los Angeles.
Þau voru ansi innileg í íþróttamiðstöðinni Staples Centre þar sem þau horfðu á körfuboltaleik. Þau fengu sér bjór, hlógu og virtust vera eins og hið fullkomna kærustupar.
Í mega stuði.Rihanna og Chris byrjuðu að hanga saman fyrr á árinu en Chris er enn á skilorði fyrir að hafa gengið í skrokk á henni árið 2009.
Rihanna og Chris vöktu mikla athygli þegar þau mættu á leikinn.Þau hafa verið dugleg að ýta undir sögusagnir að þau séu byrjuð aftur saman en hafa hvorki játað því né neitað því.