Vigtin segir ekki alla söguna Guðmundur Hafþórsson Íþróttafræðingur & einkaþjálfari skrifar 12. desember 2012 16:00 Þegar þú byrjar að hreyfa þig þá er gríðarlega mikilvægt að fylgjast með framförum hjá þér. Margir detta í þá gryfju að horfa bara á vigtina þegar markmiðið er að grenna sig. Jú það er nú alltaf gaman að sjá töluna fara niður á við í stað þess að þjóta upp úr öllu valdi. En vigtin segir þér ekki alla söguna, það má í rauninni segja það að ef þú ætlar bara að fylgjast með henni þá getur þú alveg átt von á því að verða pirruð og jafnvel gefst upp á því að hreyfa þig.Hvað er ég að alhæfa núna? Jú þegar þú byrjar að hreyfa þig í fyrsta sinn eftir langa pásu þá fær líkaminn ákveðið sjokk. Þú keyrir þig út á hverri æfingunni á eftir annari og færð harðsperrur í hvert skipti. Þú ert alveg viss um að þú ert sko að rífa af þér kílóin. Þú ert búin að ákveða að vigta þig á 4 vikna fresti og það er komið að mælingadegi búmm þú stekkur á vigtina og sérð að þú ert kílói þyngri en fyrir 4 vikum síðan. Hvað gerðist eiginlega… ég sem var svo dugleg, búin að pína mig í heilan mánuð og það er enginn árangur? Þegar þú byrjar að æfa þá taka vöðvarnir við sér, þeir stækka, styrkjast, fá aukið þol og í flestum tilfellum þá líður þér betur og hefur meiri orku í gegnum daginn þó svo að við bölvum í hljóði þessum bévítans harðsperrum. Fyrsta mánuðinn þá er alls ekkert óalgengt að við byrjum á því að þyngjast örlítið. En þú munt sjá árangur erfiðisins ef þú gætir verulega að mataræðinu þínu og æfir reglulega. Þannig í raun ertu búin að bæta þig gríðarlega. Kílóatalan á vigtinni þinni segir ekki alla söguna. Horfðu í spegilin, hann hjálpar þér að meta hvort þú sért að ná árangri. Svo er alltaf gott að ummálsmæla sig 1x í mánuði og ekki verra að taka eins og eitt þol test á mánuði. Vertu með æfingadagbók. Skráðu niður þyngdir sem þú tekur af lóðum, endurtekningar, hversu mörg sett, klukkan hvað þú æfir. Með því að fylgast svona með þá hjálpar það þér að sjá árangurinn betur og á sama tíma skráðu niður hvernig þér líður eftir hverja æfingu. Ég hef fulla trú á þér, en það sem skiptir mestu máli. Hefur þú trú á þér? Sjá meira heilsutengt efni á síðu Guðmundar Meistarathjalfun.com. Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Fleiri fréttir Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Sjá meira
Þegar þú byrjar að hreyfa þig þá er gríðarlega mikilvægt að fylgjast með framförum hjá þér. Margir detta í þá gryfju að horfa bara á vigtina þegar markmiðið er að grenna sig. Jú það er nú alltaf gaman að sjá töluna fara niður á við í stað þess að þjóta upp úr öllu valdi. En vigtin segir þér ekki alla söguna, það má í rauninni segja það að ef þú ætlar bara að fylgjast með henni þá getur þú alveg átt von á því að verða pirruð og jafnvel gefst upp á því að hreyfa þig.Hvað er ég að alhæfa núna? Jú þegar þú byrjar að hreyfa þig í fyrsta sinn eftir langa pásu þá fær líkaminn ákveðið sjokk. Þú keyrir þig út á hverri æfingunni á eftir annari og færð harðsperrur í hvert skipti. Þú ert alveg viss um að þú ert sko að rífa af þér kílóin. Þú ert búin að ákveða að vigta þig á 4 vikna fresti og það er komið að mælingadegi búmm þú stekkur á vigtina og sérð að þú ert kílói þyngri en fyrir 4 vikum síðan. Hvað gerðist eiginlega… ég sem var svo dugleg, búin að pína mig í heilan mánuð og það er enginn árangur? Þegar þú byrjar að æfa þá taka vöðvarnir við sér, þeir stækka, styrkjast, fá aukið þol og í flestum tilfellum þá líður þér betur og hefur meiri orku í gegnum daginn þó svo að við bölvum í hljóði þessum bévítans harðsperrum. Fyrsta mánuðinn þá er alls ekkert óalgengt að við byrjum á því að þyngjast örlítið. En þú munt sjá árangur erfiðisins ef þú gætir verulega að mataræðinu þínu og æfir reglulega. Þannig í raun ertu búin að bæta þig gríðarlega. Kílóatalan á vigtinni þinni segir ekki alla söguna. Horfðu í spegilin, hann hjálpar þér að meta hvort þú sért að ná árangri. Svo er alltaf gott að ummálsmæla sig 1x í mánuði og ekki verra að taka eins og eitt þol test á mánuði. Vertu með æfingadagbók. Skráðu niður þyngdir sem þú tekur af lóðum, endurtekningar, hversu mörg sett, klukkan hvað þú æfir. Með því að fylgast svona með þá hjálpar það þér að sjá árangurinn betur og á sama tíma skráðu niður hvernig þér líður eftir hverja æfingu. Ég hef fulla trú á þér, en það sem skiptir mestu máli. Hefur þú trú á þér? Sjá meira heilsutengt efni á síðu Guðmundar Meistarathjalfun.com.
Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Fleiri fréttir Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Sjá meira