Óveður og hálka er víða á landinu. Það er hálka á Hellisheiði og snjóþekja í Þrengslum. Óveður er á Grindavíkurvegi og undir Eyjafjöllum. Óveður er einnig við Hafnarfjall en auður vegur. Það er snjóþekja á Fróðárheiði og Bröttubrekku, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Hálka eða hálkublettir eru víða á Vestfjörðum. Á Norðurlandi sem og á Norðurlandi eystra er hálka á nánast öllum vegum. Þó er snjóþekja á Þverárfjalli og Öxnadalsheiði og eins á Tjörnesi og þaðan austur í Þistilfjörð.
Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum vegum.
Óveður og hálka víða á landinu
