Innlent

Börn fjarlægð af heimilum sínum meðal annars vegna offitu

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Mynd tengist frétt ekki beint.
Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd/Getty
Dæmi eru um að börn hafi verið fjarlægð tímabundið af heimilum sínum meðal annars vegna offitu. Undanfarið hefur aukist að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur þurfi að beita sér vegna ofþyngdar barna enn allt að fimm slík atvik koma upp ári.

Nærri fjórðungur níu ára barna á höfuðborgarsvæðinu er of feitur eða of þungur. Þetta sýnir árleg mæling skólaheilsugæslunnar. Offita barna hér á landi hefur vaxið á síðustu tveimur áratugum og finna starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur fyrir þessu. Barnavernd hefur þannig þurft að hafa afskipti af foreldrum þar sem offita barna er vandamál.

„Það hafa verið alltaf núna undanfarin ár, ekki mörg mál, það geta verið svona tvö til fimm kannski á ári þar sem að þetta er eitt af því sem að áhyggjur eru af þegar tilkynnt er um börn til okkar. Við höfum ekki fengið ekki fengið tilkynningar sem varða einungis ofþyngd barnsins heldur þá er komið út í það að foreldrar ráða ekki við þau úrræði sem eru kannski í boði eða er búið að missa tökin eða stjórn á barninu heima til þess að fá það til þess að fá það til þess að fylgja leiðbeiningum til bættrar heilsu," segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur.

Halldóra segir foreldra sjálfa í sumum tilfellum eiga við offitu að stríða og stundum um systkinahópa að ræða. Hún telur að málum þar sem offita kemur við sögu hafi fjölgað síðustu ár. Börnin geti sum ekki tekið þátt í eðlilegum leikjum og starfi vegna þyndar sinnar og hafi eingangrast og dregið sig út úr íþróttum og skóla.

Þá segir Halldóra dæmi um að börn hafi verið tekin af heimilum sínum tímabundið meðal annars vegna offitu.

Hún segir Barnaverndarnefnd hafa ýmiss úrræði til að grípa inn í þar sem offita er vandamál.

„Við reynum að tengja að foreldrana og börnin. Þetta er allt frá því, við skulum segja að foreldri vegna fáttæktar eða aðstæðna bókstaflega nær ekki að koma barni í úrræði niður á spítala. Við getum hjálpað til með því bókstaflega að barnið sé sótt og því sé fylgt til að byrja með. Koma reglu inn og stuðningi inn á heimilið varðandi leiðbeiningar um mataræði og daglega rútínu á heimilinu," segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×