Börn fjarlægð af heimilum sínum meðal annars vegna offitu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. desember 2012 18:45 Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd/Getty Dæmi eru um að börn hafi verið fjarlægð tímabundið af heimilum sínum meðal annars vegna offitu. Undanfarið hefur aukist að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur þurfi að beita sér vegna ofþyngdar barna enn allt að fimm slík atvik koma upp ári. Nærri fjórðungur níu ára barna á höfuðborgarsvæðinu er of feitur eða of þungur. Þetta sýnir árleg mæling skólaheilsugæslunnar. Offita barna hér á landi hefur vaxið á síðustu tveimur áratugum og finna starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur fyrir þessu. Barnavernd hefur þannig þurft að hafa afskipti af foreldrum þar sem offita barna er vandamál. „Það hafa verið alltaf núna undanfarin ár, ekki mörg mál, það geta verið svona tvö til fimm kannski á ári þar sem að þetta er eitt af því sem að áhyggjur eru af þegar tilkynnt er um börn til okkar. Við höfum ekki fengið ekki fengið tilkynningar sem varða einungis ofþyngd barnsins heldur þá er komið út í það að foreldrar ráða ekki við þau úrræði sem eru kannski í boði eða er búið að missa tökin eða stjórn á barninu heima til þess að fá það til þess að fá það til þess að fylgja leiðbeiningum til bættrar heilsu," segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Halldóra segir foreldra sjálfa í sumum tilfellum eiga við offitu að stríða og stundum um systkinahópa að ræða. Hún telur að málum þar sem offita kemur við sögu hafi fjölgað síðustu ár. Börnin geti sum ekki tekið þátt í eðlilegum leikjum og starfi vegna þyndar sinnar og hafi eingangrast og dregið sig út úr íþróttum og skóla. Þá segir Halldóra dæmi um að börn hafi verið tekin af heimilum sínum tímabundið meðal annars vegna offitu. Hún segir Barnaverndarnefnd hafa ýmiss úrræði til að grípa inn í þar sem offita er vandamál. „Við reynum að tengja að foreldrana og börnin. Þetta er allt frá því, við skulum segja að foreldri vegna fáttæktar eða aðstæðna bókstaflega nær ekki að koma barni í úrræði niður á spítala. Við getum hjálpað til með því bókstaflega að barnið sé sótt og því sé fylgt til að byrja með. Koma reglu inn og stuðningi inn á heimilið varðandi leiðbeiningar um mataræði og daglega rútínu á heimilinu," segir hún. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Dæmi eru um að börn hafi verið fjarlægð tímabundið af heimilum sínum meðal annars vegna offitu. Undanfarið hefur aukist að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur þurfi að beita sér vegna ofþyngdar barna enn allt að fimm slík atvik koma upp ári. Nærri fjórðungur níu ára barna á höfuðborgarsvæðinu er of feitur eða of þungur. Þetta sýnir árleg mæling skólaheilsugæslunnar. Offita barna hér á landi hefur vaxið á síðustu tveimur áratugum og finna starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur fyrir þessu. Barnavernd hefur þannig þurft að hafa afskipti af foreldrum þar sem offita barna er vandamál. „Það hafa verið alltaf núna undanfarin ár, ekki mörg mál, það geta verið svona tvö til fimm kannski á ári þar sem að þetta er eitt af því sem að áhyggjur eru af þegar tilkynnt er um börn til okkar. Við höfum ekki fengið ekki fengið tilkynningar sem varða einungis ofþyngd barnsins heldur þá er komið út í það að foreldrar ráða ekki við þau úrræði sem eru kannski í boði eða er búið að missa tökin eða stjórn á barninu heima til þess að fá það til þess að fá það til þess að fylgja leiðbeiningum til bættrar heilsu," segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Halldóra segir foreldra sjálfa í sumum tilfellum eiga við offitu að stríða og stundum um systkinahópa að ræða. Hún telur að málum þar sem offita kemur við sögu hafi fjölgað síðustu ár. Börnin geti sum ekki tekið þátt í eðlilegum leikjum og starfi vegna þyndar sinnar og hafi eingangrast og dregið sig út úr íþróttum og skóla. Þá segir Halldóra dæmi um að börn hafi verið tekin af heimilum sínum tímabundið meðal annars vegna offitu. Hún segir Barnaverndarnefnd hafa ýmiss úrræði til að grípa inn í þar sem offita er vandamál. „Við reynum að tengja að foreldrana og börnin. Þetta er allt frá því, við skulum segja að foreldri vegna fáttæktar eða aðstæðna bókstaflega nær ekki að koma barni í úrræði niður á spítala. Við getum hjálpað til með því bókstaflega að barnið sé sótt og því sé fylgt til að byrja með. Koma reglu inn og stuðningi inn á heimilið varðandi leiðbeiningar um mataræði og daglega rútínu á heimilinu," segir hún.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira