Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 28-25 Sigmar Sigfússon í Safamýri skrifar 6. desember 2012 14:59 Fram vann borgarslaginn í handboltanum í kvöld er Valur kom í heimsókn. Mikilvægur sigur fyrir Fram sem var með jafnmörg stig og Valur sem er nú komið í næstneðsta sæti deildarinnar. Fyrri hálfeikur fór hægt af stað og lítið var um mörk á upphafsmínútunum. Bæði lið spiluðu sterkan varnarleik í fyrri hálfleik og liðin voru nokkuð jöfn fyrstu tíu mínúturnar. Þá kom góður kafli hjá heimamönnum í Fram og þeir náðu þriggja marka forystu á þriggja mínútu kafla í stöðuna 7 - 4. Stefán Baldvin Stefánsson, hornamaðurinn knái í Fram átti mikinn þátt í þeim kafla og skoraði nokkur góð mörk úr hraðaupphlaupi, ásamt virkilega flottum mörkum úr horninu. Hjá Valsmönnum átti Atli Már Báruson góðan leik í fyrri hálfleik og tætti sundur vörn Framara á tímabili og skoraði lagleg mörk. Markmenn beggja liða tóku fimm skotin hver. Framarar fóru með þriggja marka forskot inn í hálfleik, 15 – 12. Seinni hálfleikur fór virkilega fjörlega af stað og leikurinn var mjög hraður. Liðin voru að taka hraða miðju hvað eftir annað og mörkin hrúguðust inn. Framarar höfðu þó yfirhöndinu allan hálfleikinn og náðu þegar mest var fimm marka forystu á 43 mínútu, 24 – 19. Framarar virtust ætla að halda þetta út en þá tók Heimir Ríkharðsson, aðstoðarþjálfari Vals leikhlé. Eftir það kom góður kafli hjá Valsmönnum og náðu þeir að minnka muninn í tvö mörk. Hjálmar Þór Arnarson, línumaður Vals, spilaði feykilega vel í þessum kafla, skoraði dýrmæt mörk og fiskaði nokkur víti. Lengra komust Valsmenn ekki og piltarnir úr Safamýri lönduðu afar dýrmætum sigri 28 - 25 og fara upp fyrir Val á stigatöflunni. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna var fjarri góðu gamni hjá Val þar sem hann er staddur í Serbíu á þjálfaranámskeiði. Stefán Baldvin Stefánsson var markahæstur hjá Fram með sjö mörk og Finnur Ingi Stefánsson hjá Val sömuleiðis með sjö mörk.Heimir: Við gerðum alltof mikið af mistökum „Við komum hingað til þess að vinna leikinn en við gerum bara allt of mikið af mistökum. Það sem gerist er að við töpum öllum yfirtölu köflunum okkar í leiknum, þar sem við erum einum fleiri og það er virkilega dýrt í svona leik," sagði Heimir Ríkharðsson, aðstoðarþjálfari Vals eftir leikinn. „Við vorum að fá á okkur mjög ódýr mörk og það er dýrt í svona jöfnum leik og við hefðum ekki þurft að gera mikið betur í þessum leik til þess að klára þetta" „Eins og allir vita er þetta gríðarlega jöfn deild, þetta eru sjö lið sem eru að berjast og það munar um hvert einasta stig. En við komum tvíefldir til leiks í næsta leik. Við eigum Haukana næst og þurfum að nýta tímann vel og þétta okkar leik. Mér fannst strákarnir þó berjast vel í kvöld en það munaði mikið um fjarveru Valdimars í kvöld"Sigurður: Mættum einbeittir til leiks „Mjög gott að vera loksins farinn að sigra, búið að vera afar langur tími án sigurs. Menn voru orðnir hálf þunglyndir og greyið Einar orðinn algjör taugahrúga og það vill enginn," sagði gleðigjafinn Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram, með miklum gríntón eftir leikinn. „Það er eitthvað sérstakt við það að vinna mitt uppeldisfélag Val, og sérstaklega í svona mikilvægum fjögurra stiga leik eins og þessi var. Við vissum að við þurftum að mæta einbeittir til leiks sem að við gerðum. Þegar við slitum þá aðeins frá okkur fundum við fyrir mikilli stemningu innan liðsins sem hefur oft vantað hjá okkur í vetur" „ Það væri virkilega gott að taka tvo leiki í röð núna. Við spilum á móti ÍR næst en þeir hafa verið að spila vel að undanförnu svo ég býst við erfiðum leik" sagði Sigurður að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Sjá meira
Fram vann borgarslaginn í handboltanum í kvöld er Valur kom í heimsókn. Mikilvægur sigur fyrir Fram sem var með jafnmörg stig og Valur sem er nú komið í næstneðsta sæti deildarinnar. Fyrri hálfeikur fór hægt af stað og lítið var um mörk á upphafsmínútunum. Bæði lið spiluðu sterkan varnarleik í fyrri hálfleik og liðin voru nokkuð jöfn fyrstu tíu mínúturnar. Þá kom góður kafli hjá heimamönnum í Fram og þeir náðu þriggja marka forystu á þriggja mínútu kafla í stöðuna 7 - 4. Stefán Baldvin Stefánsson, hornamaðurinn knái í Fram átti mikinn þátt í þeim kafla og skoraði nokkur góð mörk úr hraðaupphlaupi, ásamt virkilega flottum mörkum úr horninu. Hjá Valsmönnum átti Atli Már Báruson góðan leik í fyrri hálfleik og tætti sundur vörn Framara á tímabili og skoraði lagleg mörk. Markmenn beggja liða tóku fimm skotin hver. Framarar fóru með þriggja marka forskot inn í hálfleik, 15 – 12. Seinni hálfleikur fór virkilega fjörlega af stað og leikurinn var mjög hraður. Liðin voru að taka hraða miðju hvað eftir annað og mörkin hrúguðust inn. Framarar höfðu þó yfirhöndinu allan hálfleikinn og náðu þegar mest var fimm marka forystu á 43 mínútu, 24 – 19. Framarar virtust ætla að halda þetta út en þá tók Heimir Ríkharðsson, aðstoðarþjálfari Vals leikhlé. Eftir það kom góður kafli hjá Valsmönnum og náðu þeir að minnka muninn í tvö mörk. Hjálmar Þór Arnarson, línumaður Vals, spilaði feykilega vel í þessum kafla, skoraði dýrmæt mörk og fiskaði nokkur víti. Lengra komust Valsmenn ekki og piltarnir úr Safamýri lönduðu afar dýrmætum sigri 28 - 25 og fara upp fyrir Val á stigatöflunni. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna var fjarri góðu gamni hjá Val þar sem hann er staddur í Serbíu á þjálfaranámskeiði. Stefán Baldvin Stefánsson var markahæstur hjá Fram með sjö mörk og Finnur Ingi Stefánsson hjá Val sömuleiðis með sjö mörk.Heimir: Við gerðum alltof mikið af mistökum „Við komum hingað til þess að vinna leikinn en við gerum bara allt of mikið af mistökum. Það sem gerist er að við töpum öllum yfirtölu köflunum okkar í leiknum, þar sem við erum einum fleiri og það er virkilega dýrt í svona leik," sagði Heimir Ríkharðsson, aðstoðarþjálfari Vals eftir leikinn. „Við vorum að fá á okkur mjög ódýr mörk og það er dýrt í svona jöfnum leik og við hefðum ekki þurft að gera mikið betur í þessum leik til þess að klára þetta" „Eins og allir vita er þetta gríðarlega jöfn deild, þetta eru sjö lið sem eru að berjast og það munar um hvert einasta stig. En við komum tvíefldir til leiks í næsta leik. Við eigum Haukana næst og þurfum að nýta tímann vel og þétta okkar leik. Mér fannst strákarnir þó berjast vel í kvöld en það munaði mikið um fjarveru Valdimars í kvöld"Sigurður: Mættum einbeittir til leiks „Mjög gott að vera loksins farinn að sigra, búið að vera afar langur tími án sigurs. Menn voru orðnir hálf þunglyndir og greyið Einar orðinn algjör taugahrúga og það vill enginn," sagði gleðigjafinn Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram, með miklum gríntón eftir leikinn. „Það er eitthvað sérstakt við það að vinna mitt uppeldisfélag Val, og sérstaklega í svona mikilvægum fjögurra stiga leik eins og þessi var. Við vissum að við þurftum að mæta einbeittir til leiks sem að við gerðum. Þegar við slitum þá aðeins frá okkur fundum við fyrir mikilli stemningu innan liðsins sem hefur oft vantað hjá okkur í vetur" „ Það væri virkilega gott að taka tvo leiki í röð núna. Við spilum á móti ÍR næst en þeir hafa verið að spila vel að undanförnu svo ég býst við erfiðum leik" sagði Sigurður að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Sjá meira