Fótaspegilmyndin fundin Hugrún Halldórsdóttir skrifar 30. nóvember 2012 20:40 Ung kona sem opinberaði misstórar fætur sínar í fjölmiðlum í síðustu viku hefur fundið fótaspegilmynd sína eftir töluverða leit. Stöllurnar eru báðar smekk-konur að eigin sögn og áætla þær að fara saman í verslunarferð til útlanda fljótlega. Stutt er síðan að fætur Ólafar Hugrúnar prýddu forsíðu Fréttablaðsins, sá hægri er í skóstærð 38 en vinstri 40. Hún steig fram í þeirri von um að finna aðra manneskju sem glímir við sama vandamál, nema á hinn veginn og nú er þessari einkennilegu en skemmtilegu leit lokið. Okkar kona sem kemur úr Vesturbænum í Kópavogi hitti nýlega fótaspegilmynd sína, Iðunni sem er uppalin í Austurbæ Kópavogs. „Þetta var svolítið eins og að fara á blind date, hæ gaman að hitta þig eigum við að mæla á okkur fæturnar? Við gerðum það semsagt, settumst á gólfið og létum fæturnar nema saman og þá var þetta nokkuð ljóst. Svo átti Iðunn leið í göngugreiningu og ég fylgdi bara með og lét manninn þar athuga þetta hvort að þetta væri ekki alveg örugglega skrifað og skjalfest. Þar kom í ljós að við bara svona smellpössum saman," segir Ólöf. Ólöf hefur í gegnum tíðina annað hvort keypt tvö pör af skóm eða sérsmíðaða skó og það hefur kostað hana skildinginn. Iðunn hefur hins vegar farið aðra leið. „Ég hef verið að kaupa mér í stærð 40 og passa að þeir haldi nægilega vel utan um litla fótinn, þannig að hann fari ekki eitthvað að losna úr. Þannig að það hefur verið svolítið takmarkað sem maður hefur valið, til dæmis enga opna skó," segir Iðunn. Þegar stelpurnar hittust fyrst gaf Ólöf Hugrún Iðunni skó sem gengu af nýlegum kaupum. „Fóturinn var í himnaríki að fá loksins að vera í sinni stærð. Þetta var bara mjög þægilegt og rétt," segir Iðunn. Stóra Misfætlingamálið hefur heldur betur vakið athygli, Bianco ákvað eftir að hafa séð nokkuð óvanalegu sjón í dag að gefa þeim sitthvort parið af misstórum skóm og Wow-air hefur lofað þeim stöllum flugferð til London sem þær kalla innkaupaferð.Þið verðið nú að hafa sama smekk á skóm, ekki satt? „Já, þetta verður bara spennandi, ég er allavega mjög spennt fyrir framhaldinu ég segi ekki annað. Allavega skóparið sem hún gaf mér, ég fílaði það alveg strax þanni að það er vonarneisti. Við erum örugglega báðar miklar smekkkonur, ég hef engar trú á öðru," segir Ólöf. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Ung kona sem opinberaði misstórar fætur sínar í fjölmiðlum í síðustu viku hefur fundið fótaspegilmynd sína eftir töluverða leit. Stöllurnar eru báðar smekk-konur að eigin sögn og áætla þær að fara saman í verslunarferð til útlanda fljótlega. Stutt er síðan að fætur Ólafar Hugrúnar prýddu forsíðu Fréttablaðsins, sá hægri er í skóstærð 38 en vinstri 40. Hún steig fram í þeirri von um að finna aðra manneskju sem glímir við sama vandamál, nema á hinn veginn og nú er þessari einkennilegu en skemmtilegu leit lokið. Okkar kona sem kemur úr Vesturbænum í Kópavogi hitti nýlega fótaspegilmynd sína, Iðunni sem er uppalin í Austurbæ Kópavogs. „Þetta var svolítið eins og að fara á blind date, hæ gaman að hitta þig eigum við að mæla á okkur fæturnar? Við gerðum það semsagt, settumst á gólfið og létum fæturnar nema saman og þá var þetta nokkuð ljóst. Svo átti Iðunn leið í göngugreiningu og ég fylgdi bara með og lét manninn þar athuga þetta hvort að þetta væri ekki alveg örugglega skrifað og skjalfest. Þar kom í ljós að við bara svona smellpössum saman," segir Ólöf. Ólöf hefur í gegnum tíðina annað hvort keypt tvö pör af skóm eða sérsmíðaða skó og það hefur kostað hana skildinginn. Iðunn hefur hins vegar farið aðra leið. „Ég hef verið að kaupa mér í stærð 40 og passa að þeir haldi nægilega vel utan um litla fótinn, þannig að hann fari ekki eitthvað að losna úr. Þannig að það hefur verið svolítið takmarkað sem maður hefur valið, til dæmis enga opna skó," segir Iðunn. Þegar stelpurnar hittust fyrst gaf Ólöf Hugrún Iðunni skó sem gengu af nýlegum kaupum. „Fóturinn var í himnaríki að fá loksins að vera í sinni stærð. Þetta var bara mjög þægilegt og rétt," segir Iðunn. Stóra Misfætlingamálið hefur heldur betur vakið athygli, Bianco ákvað eftir að hafa séð nokkuð óvanalegu sjón í dag að gefa þeim sitthvort parið af misstórum skóm og Wow-air hefur lofað þeim stöllum flugferð til London sem þær kalla innkaupaferð.Þið verðið nú að hafa sama smekk á skóm, ekki satt? „Já, þetta verður bara spennandi, ég er allavega mjög spennt fyrir framhaldinu ég segi ekki annað. Allavega skóparið sem hún gaf mér, ég fílaði það alveg strax þanni að það er vonarneisti. Við erum örugglega báðar miklar smekkkonur, ég hef engar trú á öðru," segir Ólöf.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira