Íbúðalánasjóður gæti endað í ruslflokki Höskuldur Kári Schram skrifar 21. nóvember 2012 18:36 Íbúðalánasjóður Áframhaldandi óvissa um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að bregðast við vanda Íbúðalánasjóðs gætu skaðað sjóðinn. Þetta segir framkvæmdastjóri Íbúðalánsjóðs. Beðið er eftir tillögum vinnuhóps sem átti að skila niðurstöðu um síðust mánaðamót. Hætta er á að sjóðurinn verði færður niður í ruslflokk náist ekki að leysa málið fyrir áramót. Íbúðalánasjóður glímir nú við margvíslegan vanda. Almenn útlán hafa dregist saman, vanskil hafa aukist frá hruni og eiginfjárstaða er undir lögbundnu hlutfalli. Fram hefur komið að ríkið þarf að setja tólf til fjórtán milljarða í sjóðinn til að bæta eiginfjárstöðu hans. Sérfræðingur hjá matsfyrirtækinu Moody's sagði í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í síðasta mánuði að sjóðurinn yrði lækkaður niður í ruslflokk gripi íslenska ríkið ekki til aðgerða. Hins vegar ríkir algjör óvissa um hvernig stjórnvöld hyggjast bregðast við þessum vanda. Sérstakur vinnuhópur á vegum fjármálaráðuneytisins hefur unnið að tillögum að úrlausn og átti hann að skila niðurstöðu um síðustu mánaðamót. Sú vinna hefur hins vegar tafist en samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er von á niðurstöðu á næstu dögum. Hópurinn er undir töluverðum þrýstingi um að klára málið áður en fjárlög fara í fyrstu umræðu á Alþingi í næstu viku. Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánsjóðs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að æskilegast hefði verið að þessari vinnu hefði verið lokið fyrr. Áframhaldandi óvissa skaði sjóðinn. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Áframhaldandi óvissa um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að bregðast við vanda Íbúðalánasjóðs gætu skaðað sjóðinn. Þetta segir framkvæmdastjóri Íbúðalánsjóðs. Beðið er eftir tillögum vinnuhóps sem átti að skila niðurstöðu um síðust mánaðamót. Hætta er á að sjóðurinn verði færður niður í ruslflokk náist ekki að leysa málið fyrir áramót. Íbúðalánasjóður glímir nú við margvíslegan vanda. Almenn útlán hafa dregist saman, vanskil hafa aukist frá hruni og eiginfjárstaða er undir lögbundnu hlutfalli. Fram hefur komið að ríkið þarf að setja tólf til fjórtán milljarða í sjóðinn til að bæta eiginfjárstöðu hans. Sérfræðingur hjá matsfyrirtækinu Moody's sagði í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í síðasta mánuði að sjóðurinn yrði lækkaður niður í ruslflokk gripi íslenska ríkið ekki til aðgerða. Hins vegar ríkir algjör óvissa um hvernig stjórnvöld hyggjast bregðast við þessum vanda. Sérstakur vinnuhópur á vegum fjármálaráðuneytisins hefur unnið að tillögum að úrlausn og átti hann að skila niðurstöðu um síðustu mánaðamót. Sú vinna hefur hins vegar tafist en samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er von á niðurstöðu á næstu dögum. Hópurinn er undir töluverðum þrýstingi um að klára málið áður en fjárlög fara í fyrstu umræðu á Alþingi í næstu viku. Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánsjóðs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að æskilegast hefði verið að þessari vinnu hefði verið lokið fyrr. Áframhaldandi óvissa skaði sjóðinn.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira