Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sigraði í kosningu um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag. Hann hlaut 90 atkvæði af 229.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, verður í þriðja sæti og Sigurður Örn Ágústsson í því fjórða.
Einar K. Guðfinnsson var sjálfkjörinn í fyrsta sæti listans. Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo þingmenn í kjördæminu í síðustu alþingiskosningum.

