Innlent

Tveir starfsmenn steyptust í sjónn við Sundahöfn

Tveir starfsmenn verktaka við Skarfabakka í Sundahöfn í Reykjavík, voru hætt komnir í gærkvöldi, þegar þeir steyptust báðir í sjóinn.

Verið var að reka niður stálþil, en krani var að hífa mennina í körfu til að geta unnið utan á þilinu. Kraninn sporðreistist óvænt og karfan með mönnunum féll í sjóinn.

Aðrir starfsmenn brugðu skjótt við og tókst með aðstoð gröfu, að koma böndum til mannanna og ná þeim upp. Þeir voru ómeiddir en voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar.

Lögregla og Vinnueftirlitið rannsaka málið nánar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×