Innlent

Stal díselolíu af stórum bíl

Í gærkvöldi var enn og aftur tilkynnt um þjófnað á dísilolíu af stórum bíl, sem stóð við Lokinhamra. Talið er að þjófurinn hafi dælt um 50 lítrum af bílnum og komst hann undan.

Nú líður vart sá sólarhringur að ekki sé tilkynnt um slíkan þjófnað, en verulega hafði dregið úr eldsneytisþjófnaði, sem færðist mjög í aukana strax eftir hrunið fyrir fjórum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×