Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 20-21 Benedikt Grétarsson skrifar 15. nóvember 2012 19:00 Mynd/Vilhelm Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í N1-deild karla þegar þeir unnu vængbrotið lið Fram á útivelli 20-21. Haukar halda því yfirburðastöðu á topp deildarinnar en þeir þurftu svo sannarlega að hafa fyrir stigunum gegn sprækum Frömurum í kvöld. Flestir hafa sennilega búist við stórsigri gestana þegar liðin voru kynnt til leiks í kvöld. Jóhann Gunnar Einarsson, Sigurður Eggertsson og Róbert Aron Hostert voru allir fjarri góðu gamni í liði Fram og Haukar virtust eiga náðugan dag framundan. Ungir og sprækir leikmenn Fram voru ekki á þeim buxunum og gerðu reynslumiklu liði Hauka lífið leitt með mikilli baráttu og leikgleði. Haukar voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik en nápu aldrei almennilega að stinga Framara af og munurinn aðeins tvö mörk í leikhléi, 8-10. Haukarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af ágætum krafti, komust fjórum mörkum yfir, 12-16 og héldu þá flestir að björninn væri unninn. Heimamenn blésu á spekingana og skoruðu næstu þrjú mörk og leikurinn í járnum. Mikill darraðadans var stiginn á lokamínútum leiksins en það fór svo að Haukar fögnuðu eins marks sigri, 20-21 og geta í raun prísað sig sæla með punktana tvo. Undir lok leiksins fengu Haukar tvívegis frákast eftir varin skot Björns Viðars í marki Fram og óðagot í hraðaupphlaupi kostaði Framara mögulega eitt stig í kvöld. Haukarnir voru daprir og ekki ólíklegt að leikmenn hafi vanmetið lið Fram. Þeir náðu þó að kreista fram sigur og það einkennir góð lið, að vinna leiki þrátt fyrir slaka frammistöðu. Aron varði þokkalega í markinu en tók þrjú víti sem átti eftir að reynast dýrmætt. Jón Þorbjörn var traustur og Tjörvi kom sterkur inn í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik. Hægt er að taka hattinn ofan fyrir Frömurum. Þeir börðust allt til loka og hefðu átt að taka stig í kvöld. Elías Bóasson og Ólafur Magnússon áttu báðir skínandi leik og Magnús varði vel í fyrri hálfleik. Þá átti reynsluboltinn Haraldur Þorvarðason flotta innkomu í síðari hálfleik. Aron Kristjánsson: Tvö stig það eina jákvæðaLandsliðs- og Haukaþjálfarinn Aron Kristjánsson var frekar brúnaþungur í leikslok þrátt fyrir sigur sinna manna. „Ég er alltaf að hamra á því að við erum bara slakir ef við mætum ekki tilbúnir og það var raunin í kvöld. Liðið fellur um 40-50% í getustigi við það að missa 10% af einbeitingunni." Aron var fljótur að svara því hvaða jákvæðu punkta hann tæki úr þessum leik „Stigin tvö, það er eiginlega það eina. Ágætis karakter að ná að klára þetta miðað við frammistöðuna en annars er ég ósáttur við leikinn." Daði Hafþórsson: Virkilega stoltur af liðinuDaði Hafþórsson stjórnaði liði Fram í fjarveru Einars Jónssonar sem tók út leikbann og hann var skiljanlega svekktur í leikslok. „Ég er stoltur af strákunum og mér fannst við eiga skilið eitthvað úr þessu miðað við framlag leikmanna." Daði var ósáttur við vítanýtingu sinna manna „Við klúðrum fjórum vítum og það er ástæðan fyrir því að þeir fara með tvö stig en ekki við." Stefán Rafn Sigurmannsson: Skelfilega lélegtStefán Rafn Sigurmannson var frekar daufur í leiknum og hann dró ekki fjöður yfir frammistöðu Hauka „Þetta var skelfilega lélegt hjá okkur og kannski spennufall eftir FH-leikinn. Við hendum frá okkur boltanum trekk í trekk, mjög slappt bara." Stefán vildi samt ekki draga úr frammistöðu Fram í leiknum „Við vissum að ef við myndum ekki mæta þeirra baráttu, myndum við lenda í vandræðum og það varð raunin. Þeir eiga hrós skilið fyrir góðan leik." Aðspurður hvort að hann væri að verða grófasti leikmaður deildarinnar en Stefán fékk tvisvar sinnum tveggja mínútna kælingu, svaraði hornamaðurinn knái „Þetta var hvorugt brot sem verðskuldaði tvær mínútur en þetta er bara svona, dómararnir meta þetta svona." Olís-deild karla Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira
Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í N1-deild karla þegar þeir unnu vængbrotið lið Fram á útivelli 20-21. Haukar halda því yfirburðastöðu á topp deildarinnar en þeir þurftu svo sannarlega að hafa fyrir stigunum gegn sprækum Frömurum í kvöld. Flestir hafa sennilega búist við stórsigri gestana þegar liðin voru kynnt til leiks í kvöld. Jóhann Gunnar Einarsson, Sigurður Eggertsson og Róbert Aron Hostert voru allir fjarri góðu gamni í liði Fram og Haukar virtust eiga náðugan dag framundan. Ungir og sprækir leikmenn Fram voru ekki á þeim buxunum og gerðu reynslumiklu liði Hauka lífið leitt með mikilli baráttu og leikgleði. Haukar voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik en nápu aldrei almennilega að stinga Framara af og munurinn aðeins tvö mörk í leikhléi, 8-10. Haukarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af ágætum krafti, komust fjórum mörkum yfir, 12-16 og héldu þá flestir að björninn væri unninn. Heimamenn blésu á spekingana og skoruðu næstu þrjú mörk og leikurinn í járnum. Mikill darraðadans var stiginn á lokamínútum leiksins en það fór svo að Haukar fögnuðu eins marks sigri, 20-21 og geta í raun prísað sig sæla með punktana tvo. Undir lok leiksins fengu Haukar tvívegis frákast eftir varin skot Björns Viðars í marki Fram og óðagot í hraðaupphlaupi kostaði Framara mögulega eitt stig í kvöld. Haukarnir voru daprir og ekki ólíklegt að leikmenn hafi vanmetið lið Fram. Þeir náðu þó að kreista fram sigur og það einkennir góð lið, að vinna leiki þrátt fyrir slaka frammistöðu. Aron varði þokkalega í markinu en tók þrjú víti sem átti eftir að reynast dýrmætt. Jón Þorbjörn var traustur og Tjörvi kom sterkur inn í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik. Hægt er að taka hattinn ofan fyrir Frömurum. Þeir börðust allt til loka og hefðu átt að taka stig í kvöld. Elías Bóasson og Ólafur Magnússon áttu báðir skínandi leik og Magnús varði vel í fyrri hálfleik. Þá átti reynsluboltinn Haraldur Þorvarðason flotta innkomu í síðari hálfleik. Aron Kristjánsson: Tvö stig það eina jákvæðaLandsliðs- og Haukaþjálfarinn Aron Kristjánsson var frekar brúnaþungur í leikslok þrátt fyrir sigur sinna manna. „Ég er alltaf að hamra á því að við erum bara slakir ef við mætum ekki tilbúnir og það var raunin í kvöld. Liðið fellur um 40-50% í getustigi við það að missa 10% af einbeitingunni." Aron var fljótur að svara því hvaða jákvæðu punkta hann tæki úr þessum leik „Stigin tvö, það er eiginlega það eina. Ágætis karakter að ná að klára þetta miðað við frammistöðuna en annars er ég ósáttur við leikinn." Daði Hafþórsson: Virkilega stoltur af liðinuDaði Hafþórsson stjórnaði liði Fram í fjarveru Einars Jónssonar sem tók út leikbann og hann var skiljanlega svekktur í leikslok. „Ég er stoltur af strákunum og mér fannst við eiga skilið eitthvað úr þessu miðað við framlag leikmanna." Daði var ósáttur við vítanýtingu sinna manna „Við klúðrum fjórum vítum og það er ástæðan fyrir því að þeir fara með tvö stig en ekki við." Stefán Rafn Sigurmannsson: Skelfilega lélegtStefán Rafn Sigurmannson var frekar daufur í leiknum og hann dró ekki fjöður yfir frammistöðu Hauka „Þetta var skelfilega lélegt hjá okkur og kannski spennufall eftir FH-leikinn. Við hendum frá okkur boltanum trekk í trekk, mjög slappt bara." Stefán vildi samt ekki draga úr frammistöðu Fram í leiknum „Við vissum að ef við myndum ekki mæta þeirra baráttu, myndum við lenda í vandræðum og það varð raunin. Þeir eiga hrós skilið fyrir góðan leik." Aðspurður hvort að hann væri að verða grófasti leikmaður deildarinnar en Stefán fékk tvisvar sinnum tveggja mínútna kælingu, svaraði hornamaðurinn knái „Þetta var hvorugt brot sem verðskuldaði tvær mínútur en þetta er bara svona, dómararnir meta þetta svona."
Olís-deild karla Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira