Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 27-20 Sigmar Sigfússon skrifar 15. nóvember 2012 19:00 Mynd/Vilhelm ÍR-ingar unnu sætan sigur í kaflaskiptum leik í 8. Umferð N1 deildar karla í handbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru ÍR-ingar í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig og Afturelding á botninum með fjögur stig. Fyrri hálfleikur einkenndist af slökum sóknaleik beggja liða framan af. Báðir markmenn áttu fína spretti fyrir sín lið og gerði það leikinn afar hraðann á köflum. Mikið var um hraðarupphlaup hjá Aftureldingu sem kom oftar en ekki út frá markvörslu Davíð Svanssonar sem var fljótur að hugsa og grýtti knettinum langt fram. Landsliðsmaðurinn og Breiðholtshetjan, Ingimundur var ekki að finna sig sóknarlega til að byrja með og var ekki með góða nýtingu í fyrri hálfleik. Mikið var um tapaða bolta í upphafi leiks og staðan var 1 - 1 þar til á 10. mínútu þegar Guðni Már Kristinsson, leikmaður ÍR, skoraði þá og staðan orðin 2-1. Gestirnir frá Mosfellsbæ leiddu í hálfleik 8 – 11. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og greinilegt að Bjarki hafi messað vel yfir sínum mönnum í hálfleik. ÍR-ingar komu mun grimmari til leiks og söxuðu á forskot Aftureldingar jafnt og þétt. Á 43 mínútu jafna ÍR-ingar leikinn með glæsilegu marki frá Guðna Má, smurði hann vel í samskeytin. Eftir það var þetta aldrei spurning, drengirnir frá Mosfellsbæ köstuðu boltanum hvað eftir annað í hendur ÍR-inga, ásamt því að Kristófer Fannar, markmaður þeirra byrjaði að verja eins engin væri morgundagurinn. Dómaraparið virtist fara mikið í taugarnar á báðum liðum, enda mikið um brottvísanir hjá báðum liðum og Ingimundur endaði á því að fá rauðaspjaldið eftir þrjár brottvísanir. ÍR keyrði á Aftureldingu stíft síðustu 10 mínúturnar og Björgvin Hólmgeirsson sá um markaskorunina að mestum hluta. Fór svo að ÍR sigraði með 6 mörkum hérna á heimavelli, þar sem áhorfendur voru frábærir og stóðu þétt við bakið á sínum mönnum hérna í kvöld. Sturla Ásgeirsson var markahæsti maður vallarins með sjö mörk. Kristófer Fannar: Sáttur með tvö stig„Ég er mjög sáttur með tvö stig úr þessum leik þar sem þetta var ekkert spes leikur hjá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik þá spiluðum við ekki góðan sóknarleik og varnarleikurinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir" Sagði Kristófer Fannar Guðmundsson, markmaður ÍR „Ég veit eiginlega ekki hvað Bjarki sagði við strákana í hálfleik, þar sem ég var frammi en hann sagði eitthvað rétt þar sem við snérum þessu algjörlega okkur í hag í seinni hálfleik og fór að finna mig í rammanum. Núna eru við komnir með tvo sigra í röð hérna á heimavelli, hér finnum við vel fyrir stuðningnum hjá okkar fólki í stúkunni og má segja að þau séu okkar áttundi maður" „ÍR-vélin er kominn í gang og næst eru það Haukarnir sem ég veit að verður erfiður leikur. Við hugsum bara um einn leik í einu og það verður bara koma í ljós hvar við endum á Íslandsmótinu" Reynir Þór: Ef við hefðum klárað þessi dauðafæri hefðum við unnið„Við fórum bara á taugum, þá missum við hausinn og og allt hrinur hjá okkur. Varnarlega missum við þá í gegn maður á mann og markvarslan hvarf. Við klikkum á dauðafæri á eftir dauðafæri og ég er viss um að við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum nýtt helmingin af þeim," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar. „Ég var frekar rólegur til að byrja með í seinni hálfleik og var viss um að við myndum vinna þennan leik en í stað þess að halda áfram og gefast ekki upp að þá gefumst við upp. Getan er miklu betri en tölurnar segja til um, tap með sex mörkum. Við eigum bara að gera þá kröfu á okkur að klára svona leiki til og vinna þá, þó svo að sé stemning hérna og markmaðurinn verji aðeins frá okkur" Olís-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Sjá meira
ÍR-ingar unnu sætan sigur í kaflaskiptum leik í 8. Umferð N1 deildar karla í handbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru ÍR-ingar í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig og Afturelding á botninum með fjögur stig. Fyrri hálfleikur einkenndist af slökum sóknaleik beggja liða framan af. Báðir markmenn áttu fína spretti fyrir sín lið og gerði það leikinn afar hraðann á köflum. Mikið var um hraðarupphlaup hjá Aftureldingu sem kom oftar en ekki út frá markvörslu Davíð Svanssonar sem var fljótur að hugsa og grýtti knettinum langt fram. Landsliðsmaðurinn og Breiðholtshetjan, Ingimundur var ekki að finna sig sóknarlega til að byrja með og var ekki með góða nýtingu í fyrri hálfleik. Mikið var um tapaða bolta í upphafi leiks og staðan var 1 - 1 þar til á 10. mínútu þegar Guðni Már Kristinsson, leikmaður ÍR, skoraði þá og staðan orðin 2-1. Gestirnir frá Mosfellsbæ leiddu í hálfleik 8 – 11. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og greinilegt að Bjarki hafi messað vel yfir sínum mönnum í hálfleik. ÍR-ingar komu mun grimmari til leiks og söxuðu á forskot Aftureldingar jafnt og þétt. Á 43 mínútu jafna ÍR-ingar leikinn með glæsilegu marki frá Guðna Má, smurði hann vel í samskeytin. Eftir það var þetta aldrei spurning, drengirnir frá Mosfellsbæ köstuðu boltanum hvað eftir annað í hendur ÍR-inga, ásamt því að Kristófer Fannar, markmaður þeirra byrjaði að verja eins engin væri morgundagurinn. Dómaraparið virtist fara mikið í taugarnar á báðum liðum, enda mikið um brottvísanir hjá báðum liðum og Ingimundur endaði á því að fá rauðaspjaldið eftir þrjár brottvísanir. ÍR keyrði á Aftureldingu stíft síðustu 10 mínúturnar og Björgvin Hólmgeirsson sá um markaskorunina að mestum hluta. Fór svo að ÍR sigraði með 6 mörkum hérna á heimavelli, þar sem áhorfendur voru frábærir og stóðu þétt við bakið á sínum mönnum hérna í kvöld. Sturla Ásgeirsson var markahæsti maður vallarins með sjö mörk. Kristófer Fannar: Sáttur með tvö stig„Ég er mjög sáttur með tvö stig úr þessum leik þar sem þetta var ekkert spes leikur hjá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik þá spiluðum við ekki góðan sóknarleik og varnarleikurinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir" Sagði Kristófer Fannar Guðmundsson, markmaður ÍR „Ég veit eiginlega ekki hvað Bjarki sagði við strákana í hálfleik, þar sem ég var frammi en hann sagði eitthvað rétt þar sem við snérum þessu algjörlega okkur í hag í seinni hálfleik og fór að finna mig í rammanum. Núna eru við komnir með tvo sigra í röð hérna á heimavelli, hér finnum við vel fyrir stuðningnum hjá okkar fólki í stúkunni og má segja að þau séu okkar áttundi maður" „ÍR-vélin er kominn í gang og næst eru það Haukarnir sem ég veit að verður erfiður leikur. Við hugsum bara um einn leik í einu og það verður bara koma í ljós hvar við endum á Íslandsmótinu" Reynir Þór: Ef við hefðum klárað þessi dauðafæri hefðum við unnið„Við fórum bara á taugum, þá missum við hausinn og og allt hrinur hjá okkur. Varnarlega missum við þá í gegn maður á mann og markvarslan hvarf. Við klikkum á dauðafæri á eftir dauðafæri og ég er viss um að við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum nýtt helmingin af þeim," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar. „Ég var frekar rólegur til að byrja með í seinni hálfleik og var viss um að við myndum vinna þennan leik en í stað þess að halda áfram og gefast ekki upp að þá gefumst við upp. Getan er miklu betri en tölurnar segja til um, tap með sex mörkum. Við eigum bara að gera þá kröfu á okkur að klára svona leiki til og vinna þá, þó svo að sé stemning hérna og markmaðurinn verji aðeins frá okkur"
Olís-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn