Innlent

Ekki skipt um ljósaperur vegna karps á milli OR og borgarinnar

Einhver núningur eða misskilningur á milli borgarinnar og Orkuveiltu Reykjavíkur (OR), sem er að mestu í eigu borgarinnar, veldur því að ljósperur í staurum við hjólastíga í Fossvogi og Öskjuhlíð eru ekki endurnýjaðar, þegar þær springa.

Hópur hjólreiðamanna sem notar mikið  stígana, hefur þráfaldlega spurst fyrir um málilð, og loks fegið þau svör frá Orkuveitunni, að hún muni ekki sinna þessu, þar sem borgin vilji ekki borga kostnaðinn.

Þetta undrast hjólreiðamennirnir, þar sem borgaryfirvöld hvetja fólk til aukinna hjólreiða, en þær eru orðnar varasamar á þessu svæði, að þeirra sögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×