Þrír vilja keppa um Norðfjarðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2012 19:54 Útboðsferli Norðfjarðarganga er hafið og segir bæjarstjóri Fjarðabyggðar það mikil gleðitíðindi. Þrír verktakahópar óska eftir að bjóða í verkið. Göngin verða milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar, 7,5 kílómetrar að lengd, en markmiðið samkvæmt matsáætlun er að styrkja byggðarlög á Austurlandi með því að tryggja greiðar samgöngur og auka umferðaröryggi. Austfirðingar hafa lengi kallað eftir nýjum göngum í stað Oddsskarðsganga, sem opnuð voru fyrir 36 árum, og þau hróp urðu hávær í fyrravetur eftir umferðarslys þegar rúta með starfsmenn Alcoa-Fjarðaáls fór þrjár veltur í brattlendi í Oddskarði. Forval verktaka vegna nýrra ganga er nú hafið og þegar frestur rann út í síðustu viku höfðu þrír hópar sótt um að fá að bjóða í verkið; ÍAV og Marti Contractors; Ístak; og Metrostav og Suðurverk. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fagnar því í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að útboðsferlið skuli nú vera hafið. Þetta séu mikil gleðitíðindi og menn bindi vonir við að göngin verði nú að veruleika í þetta sinn. Á grafískum myndum frá Verkfræðistofunni Mannviti má sjá hvernig vegir að göngunum munu liggja í landslaginu. Eskifjarðarmegin verður munninn skammt innan við bæinn en Norðfjarðarmegin í Fannardal. Lagðir verða fimm kílómetrar af nýjum vegum. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar bendir á að Oddsskarð sé megintenging Austfirðinga við stofnanir eins og Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað og Verkmenntaskólann og einnig fari þar um miklir þungaflutningar vegna sjávarútvegs. Hann segir að þau sveitarfélög séu fá þar sem fjallvegur liggi í 600 metra hæð og í miðju sveitarfélagi. Þetta verði mikil samgöngubót sem hann vonist til að verði að veruleika haustið 2015.Svo hratt mun verkið þó ekki vinnast, miðað við upplýsingar Gísla Eiríkssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni, sem segir núna áætlað að tilboð verði opnuð í mars, verkið hefjist haustið 2013 og að verklok verði haustið 2017. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Útboðsferli Norðfjarðarganga er hafið og segir bæjarstjóri Fjarðabyggðar það mikil gleðitíðindi. Þrír verktakahópar óska eftir að bjóða í verkið. Göngin verða milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar, 7,5 kílómetrar að lengd, en markmiðið samkvæmt matsáætlun er að styrkja byggðarlög á Austurlandi með því að tryggja greiðar samgöngur og auka umferðaröryggi. Austfirðingar hafa lengi kallað eftir nýjum göngum í stað Oddsskarðsganga, sem opnuð voru fyrir 36 árum, og þau hróp urðu hávær í fyrravetur eftir umferðarslys þegar rúta með starfsmenn Alcoa-Fjarðaáls fór þrjár veltur í brattlendi í Oddskarði. Forval verktaka vegna nýrra ganga er nú hafið og þegar frestur rann út í síðustu viku höfðu þrír hópar sótt um að fá að bjóða í verkið; ÍAV og Marti Contractors; Ístak; og Metrostav og Suðurverk. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fagnar því í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að útboðsferlið skuli nú vera hafið. Þetta séu mikil gleðitíðindi og menn bindi vonir við að göngin verði nú að veruleika í þetta sinn. Á grafískum myndum frá Verkfræðistofunni Mannviti má sjá hvernig vegir að göngunum munu liggja í landslaginu. Eskifjarðarmegin verður munninn skammt innan við bæinn en Norðfjarðarmegin í Fannardal. Lagðir verða fimm kílómetrar af nýjum vegum. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar bendir á að Oddsskarð sé megintenging Austfirðinga við stofnanir eins og Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað og Verkmenntaskólann og einnig fari þar um miklir þungaflutningar vegna sjávarútvegs. Hann segir að þau sveitarfélög séu fá þar sem fjallvegur liggi í 600 metra hæð og í miðju sveitarfélagi. Þetta verði mikil samgöngubót sem hann vonist til að verði að veruleika haustið 2015.Svo hratt mun verkið þó ekki vinnast, miðað við upplýsingar Gísla Eiríkssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni, sem segir núna áætlað að tilboð verði opnuð í mars, verkið hefjist haustið 2013 og að verklok verði haustið 2017.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira