Handbolti

Aron með flugeldasýningu gegn Flensburg

Aron reynir hér að stöðva Arnór Atlason í leiknum í kvöld.
Aron reynir hér að stöðva Arnór Atlason í leiknum í kvöld. nordicphotos/bongarts
Kiel komst á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið skellti nágrannaliði sínu, Flensburg, í bráðskemmtilegum leik þar sem Aron Pálmarsson fór á kostum. Lokatölur 34-27.

Kiel byrjaði leikinn mikð betur og náði fljótt góðu forskoti. Þá kom frábær kafli hjá Flensburg sem skoraði fimm mörk gegn einu og jafnaði leikinn, 8-8.

Aron Pálmarsson var þá sendur á vettvang og með hann í fínu formi náði Kiel forystu á nýjan leik. Aron gjörbreytti spili Kiel. Lagði upp mörk og skoraði sjálfur. Hálfleikstölur 15-13 fyrir Kiel.

Heimamenn í Kiel með frumkvæðið allan seinni hálfleikinn og Flensburg náði aldrei að ógna að neinu ráði. Kiel er með stigi meira en Rhein-Neckar Löwen sem er að spila núna.

Aron skoraði fimm glæsileg mörk fyrir Kiel og lagði upp fjölda annarra með stórkostlegum sendingum. Guðjón Valur Sigurðsson fékk lítið að spila en skoraði samt tvö mörk.

Arnór Atlason átti ágætan leik í liði Flensburg og skoraði tvö mörk. Flensburg er í fimmta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×