Handbolti

Stórleikur hjá Ólafi Bjarka

Ólafur Bjarki.
Ólafur Bjarki.
Ólafur Bjarki Ragnarsson fór á kostum með Emsdetten í kvöld og skoraði sjö mörk í 32-26 sigri á Bittenfeld. Ernir Hrafn Arnarson skoraði fjögur mörk fyrir Emsdetten sem er á toppi þýsku B-deildarinnar.

Arnór Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer sem lagði Henstedt-Ulzburg, 35-26.

Lið Aðalsteins Reynis Eyjólfssonar, Eisenach, vann magnaðan útisigur, 29-30, á Leutershausen.

Fjögur mörk frá Árna Þór Sigtryggssyni dugðu ekki til fyrir Ludwigshafen-Friesenheim en liðið tapaði, 34-32, gegn Bietigheim.

Lið Rúnars Sigtryggsonar, Aue, tapaði á útivelli gegn Hüttenberg, 33-27. Sveinbjörn Pétursson stóð á milli stanganna hjá Aue.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×