Innlent

Mikil hætta skapaðist

Steinunn HF 108 við höfnina í Bolungarvík í kvöld.
Steinunn HF 108 við höfnina í Bolungarvík í kvöld. Mynd/Hafþór
Mikil hætta skapaðist þegar línubáturinn Steinunn HF 108 fékk á sig brotsjó norðvestur af Rit um klukkan hálf fimm í dag. Tveir togarar bjuggu til skjól fyrir bátinn og sigldu með honum til hafnar.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fékk línubáturinn línu í skrúfuna en kom í land um tíu leytið í kvöld - á heilu og höldnu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og beið hún átekta á Ísafjarðarflugvelli.

Tveir menn voru í áhöfn bátsins og eru þeir á heilu og höldnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×