Niðurskurður ríkisútgjalda. Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 22. október 2012 12:05 Miklir óvissutímar eru framundan í efnahagsmálum þjóðarinnar og í heiminum öllum. Skuldakreppa steðjar að Evrópu og í ljósi skuldastöðu íslenska ríkisins er ljóst að Íslendingar þurfa að sýna ráðdeildarsemi og forgangsraða í útgjöldum ríkisins. Þó er mikilvægt að tryggja að aðhaldsaðgerðirnar valdi sem minnstri skerðingu á velferðinni í landinu og verði ekki til þess fallnar að leiða þjóðina aftur í nýtt samdráttarskeið. Hins vegar er einnig ljóst að ríkið getur ekki eytt peningum sem það á ekki og hefur ekki aflað nema með aukinni skuldsetningu, og yfirskuldsettur ríkissjóður getur ekki tekið endalaust af lánum. Almennt er talið er talið að best sé að hefja ekki niðurskurð ríkisútgjalda fyrr en fjárfestingar eru hafnar í einkageiranum. Í ljósi þess að íslenskt hagkerfi er í grunninn framleiðslu- og útflutningsdrifið, skiptir mestu máli að koma á auknum fjárfestingum í framleiðslu- og útflutningsgreinum. Hér ber að nefna að stjórnvöld hafa nýtt tækifærin illa og rekið burt erlenda fjárfesta úr landi nánst af ásetningi og komið beinlínis í veg fyrir fjárfestingar og uppbyggingu í framleiðslu og útflutningi. Því er líklegt að það verði með fyrstu verkum nýrrar ríkisstjórnar að blása til sóknar í slíkum fjárfestingum og gera lagaumhverfið aðlagandi fyrir erlenda fjárfesta, en í kjölfarið munu fjárfestingar í öllum einkageiranum aukast. Með því verður til þensla til að fylla í skarðið þegar samdráttur hefst í samneyslu fyrir tilstilli niðurskurðar í ríkisútgjöldum. Niðurskurður ríkisútgjalda snertir alla þjóðina, og er því mikilvægt að þjóðin fái að vera með í ráðum í stefnumótun um slíkar aðgerðir. Fyrir þingkosningarnar í Bretlandi leitaði íhaldsflokkurinn til almennings eftir áliti þjóðarinnar um hvar sé ákjósanlegast að skera niður ríkisútgjöld. Almenningur í Bretlandi vissi því af niðurskurðaráformum íhaldsflokksins en kaus hann jafnframt umfram aðra flokka. Finnst mér þessi leið sem hér um ræðir bæði ákjósanleg og lýðræðisleg, og tiltölulega einföld í framkvæmd. Stjórnvöld gætu með því móti stofnað sérstaka síðu á netinu þar sem almenningur getur tekið þátt í stefnumótun stjórnvalda í niðurskurði ríkisútgjalda með því að velja þau svið sem ákjósanlegast er til niðurskurðar. Aðferðafræðin liggur í því að stjórnvöld meta með aðstoð sérfræðinga hversu mikið þurfi að skera niður á árs grundvelli til að búa í haginn fyrir framtíðina. Sérhver kjósandi getur því næst valið þau svið sem þarf að hlífa og á hvaða sviðum þarf að skera niður, svo framarlega sem niðurskurðurinn nái þeirri upphæð sem stjórnvöld ákvarða hverju sinni. Fordæmið liggur fyrir! En við skulum ekki berja höfði við stein. Forgangsröðun ríkisútgjalda er eina leiðin til að bjarga velferðinni á Íslandi, og auknar fjárfestingar í framleiðslu- og útflutningsgreinum er eina leiðin til að færa íslenskt þjóðfélag inn í velferð og velmegun á nýjan leik. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er fyrrum ritari stjórnar hagsmunasamtaka heimilanna, stjórnarformaður Samtaka meðlagsgreiðenda, starfar sem stuðningsfulltrúi með ba. próf í guðfræði og gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Miklir óvissutímar eru framundan í efnahagsmálum þjóðarinnar og í heiminum öllum. Skuldakreppa steðjar að Evrópu og í ljósi skuldastöðu íslenska ríkisins er ljóst að Íslendingar þurfa að sýna ráðdeildarsemi og forgangsraða í útgjöldum ríkisins. Þó er mikilvægt að tryggja að aðhaldsaðgerðirnar valdi sem minnstri skerðingu á velferðinni í landinu og verði ekki til þess fallnar að leiða þjóðina aftur í nýtt samdráttarskeið. Hins vegar er einnig ljóst að ríkið getur ekki eytt peningum sem það á ekki og hefur ekki aflað nema með aukinni skuldsetningu, og yfirskuldsettur ríkissjóður getur ekki tekið endalaust af lánum. Almennt er talið er talið að best sé að hefja ekki niðurskurð ríkisútgjalda fyrr en fjárfestingar eru hafnar í einkageiranum. Í ljósi þess að íslenskt hagkerfi er í grunninn framleiðslu- og útflutningsdrifið, skiptir mestu máli að koma á auknum fjárfestingum í framleiðslu- og útflutningsgreinum. Hér ber að nefna að stjórnvöld hafa nýtt tækifærin illa og rekið burt erlenda fjárfesta úr landi nánst af ásetningi og komið beinlínis í veg fyrir fjárfestingar og uppbyggingu í framleiðslu og útflutningi. Því er líklegt að það verði með fyrstu verkum nýrrar ríkisstjórnar að blása til sóknar í slíkum fjárfestingum og gera lagaumhverfið aðlagandi fyrir erlenda fjárfesta, en í kjölfarið munu fjárfestingar í öllum einkageiranum aukast. Með því verður til þensla til að fylla í skarðið þegar samdráttur hefst í samneyslu fyrir tilstilli niðurskurðar í ríkisútgjöldum. Niðurskurður ríkisútgjalda snertir alla þjóðina, og er því mikilvægt að þjóðin fái að vera með í ráðum í stefnumótun um slíkar aðgerðir. Fyrir þingkosningarnar í Bretlandi leitaði íhaldsflokkurinn til almennings eftir áliti þjóðarinnar um hvar sé ákjósanlegast að skera niður ríkisútgjöld. Almenningur í Bretlandi vissi því af niðurskurðaráformum íhaldsflokksins en kaus hann jafnframt umfram aðra flokka. Finnst mér þessi leið sem hér um ræðir bæði ákjósanleg og lýðræðisleg, og tiltölulega einföld í framkvæmd. Stjórnvöld gætu með því móti stofnað sérstaka síðu á netinu þar sem almenningur getur tekið þátt í stefnumótun stjórnvalda í niðurskurði ríkisútgjalda með því að velja þau svið sem ákjósanlegast er til niðurskurðar. Aðferðafræðin liggur í því að stjórnvöld meta með aðstoð sérfræðinga hversu mikið þurfi að skera niður á árs grundvelli til að búa í haginn fyrir framtíðina. Sérhver kjósandi getur því næst valið þau svið sem þarf að hlífa og á hvaða sviðum þarf að skera niður, svo framarlega sem niðurskurðurinn nái þeirri upphæð sem stjórnvöld ákvarða hverju sinni. Fordæmið liggur fyrir! En við skulum ekki berja höfði við stein. Forgangsröðun ríkisútgjalda er eina leiðin til að bjarga velferðinni á Íslandi, og auknar fjárfestingar í framleiðslu- og útflutningsgreinum er eina leiðin til að færa íslenskt þjóðfélag inn í velferð og velmegun á nýjan leik. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er fyrrum ritari stjórnar hagsmunasamtaka heimilanna, stjórnarformaður Samtaka meðlagsgreiðenda, starfar sem stuðningsfulltrúi með ba. próf í guðfræði og gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun