Innlent

Gekon kortleggur ferðaþjónustuna

Frá undirritun þjónustusamningsins.
Frá undirritun þjónustusamningsins. mynd/Gekon
Yfir 40 aðilar í íslensku ferðaþjónustunni undirrituðu þjónustusamninga til eins árs við fyrirtækið Gekon um framkvæmd og verkstjórn á kortlagningu atvinnugreinarinnar.

Meðal þeirra sem gerðust stofnaðilar að samstarfinu eru mörg lykilfyrirtæki á sviði ferðaþjónustu, opinberir aðilar og fyrirtæki sem styðja við eða eiga samstarf við ferðaþjónustuna.

Meginmarkmið klasasamstarfsins er að efla samkeppnishæfi og verðmætasköpun íslenskrar ferðaþjónustu sem og að byggja upp samspil ólíkra aðila sem hafa hagsmuni af eflingu atvinnugreinarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×