Innlent

Vilja stuðla að aðskilnaði banka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, mun skipa nefnd til að endurskoða bankastarfsem í landinu, með það markmið að aðskilja viðskiptabanka og fjárfestingabanka, verði þingsályktunartillaga þess efnis samþykkt á Alþingi.

Sextán þingmenn, úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki, standa að tillögunni en Álfheiður Ingadóttir er fyrsti flutningsmaður hennar. Í greinargerð með tillögunni segir að á undanförnum missirum hafi mikil umræða verið bæði hér á landi og í nágrannalöndum um nauðsyn þess að takmarka kerfisbundna áhættu í fjármálakerfum fyrir efnahagslíf og skattborgara viðkomandi landa.

„Margir telja að mikilvægasta skrefið í þeim efnum sé að aðskilja fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi. Sú skipan mála tryggir að baktrygging og stuðningur ríkja og seðlabanka takmarkast við hefðbundna bankastarfsemi, þ.e. innlán og útlán og nauðsynlega þjónustu við fólk og fyrirtæki. Aðskilnaður kemur í veg fyrir að spákaupmennska og áhættufjárfestingar fjárfestingarbanka lendi á skattgreiðendum og efnahagskerfinu í heild," segir í greinargerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×