Innlent

Dópaður ökumaður gaf upp nafn systur sinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rösklega þritug kona hefur verið ákærð fyrir að aka bíl undir áhrifum amfetamíns skammt frá Háaleitisbraut í október í fyrra og án öryggisbeltis. Þegar lögreglan hafði afskipti af konunni gaf hún upp nafn systur sinnar. Hegðun konunnar varð til þess að systir hennar var sökuð um brotið og boðið að gangast undir lögreglusátt. Brot konunnar varðar við almenn hegningarlög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×