Umfjöllun: HK - Akureyri 21-22 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Digranesi skrifar 13. október 2012 15:15 Mynd/Valli Akureyri sigraði Íslandsmeistara HK í Digranesi 22-21 þar sem Oddur Gretarsson skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins. Þjálfari og leikmenn HK var brjálaðir út afleita dómara leiksins í leikslok þar sem þeim fannst þeir yfirsjást línu og tvígrip á leikmenn Akureyrar. Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrri hálfeik og skiptust liðin á að leiða. Akureyri komst einu sinni tveimur mörkum yfir, 9-7, eftir 22 mínútna leik en annars munaði aldrei meira en einu marki á liðunum. HK var einu marki yfir í hálfeik 13-12 en seinni hálfleikur var ekki eins góður og sá fyrri þó spennuna hafi aldrei vantað í leikinn. Akureyri var jafnan á undan í seinni hálfleik og kom Arnór Freyr Stefánsson markvörður HK í raun í veg fyrir að Akureyri næði öryggri forystu í leiknum. Bæði lið léku afbragðs varnarleik í seinni hálfleik og áttu bæði lið í raun erfitt með að skapa sér færi. Bæði lið gerðu sig sek um að tapa boltanum marg oft og gæði leiksins ekki mikil. Spennan bætti gæðin upp en HK komst yfir 21-20 þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Atli Karl Bachmann skorar mark í næst síðustu sókn leiksins en Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson voru of fljótir að dæma og markið taldi ekki. HK tapaði í kjölfarið boltanum og Akureyri jafnaði metin. HK tapaði boltanum aftur í síðustu sókn sinni en þá yfirsást dómrunum að Heimir Örn Árnason vann boltann langt inni í teig. Akureyri tók leikhlé og upp úr leikhléinu braust Oddur Gretarsson í gegnum vörn HK og tryggði gestunum að norðan sigurinn. Eins og áður segir áttu dómararnir afleitan dag og þó dómarnir í lok leiksins hafi fallið með Akureyri voru bæði lið ósátt við marga dóma heilt yfir í leiknum og sögðu Akureyringar að þeir hafi átt þetta inni í lokin. Sama hvað því líður þarf dómaraforystan í landinu að setja besta dómaraparið á leiki sem þessa. Þessir dómarar ráða ekki við svona leiki. Sterka leikmenn vantaði í bæði lið. Ásgeir Jónsson og Bjarni Fritzson léku ekki með Akureyri vegna meiðsla og hjá HK vantaði Tandra Konráðsson sem fyrr auk þess sem Vladimir Djuric var að sækja fjölskylduna sína og ætti að vera með HK í næsta leik gegn FH. Heimir: Ljótur sigur„Þetta var snilld. Við vorum vængbrotnir sóknarlega því okkur vantaði 10 mörk í hægra hornið. Bjarni er búinn að vera sjóðandi heitur en Beggi (Bergvin Gíslason) leysti þetta vel af," sagði Heimir Örn Árnason annar þjálfara Akureyrar í leikslok. „Við unnum boltann trekk í trekk og fengum einhverjar sjö, átta seinni bylgjur í seinni hálfleik þar sem við misstum boltann og skutum heimskulega. Við hefðum átt að vera komnir þremur, fjórum mörkum yfir. Við vorum alveg með þá varnarlega fannst mér. „Þessi mörk hjá Eyþóri og Atla á 17 metrum drápu aðeins taktinn í okkur en þetta var karakter sigur, glæsilegur sigur. „Þetta var eins Atli Hilmars sagði stundum, þetta var ljótur sigur. Þetta verður gleymt eftir viku þegar næsti leikur byrjar, hvernig við unnum þetta. Þetta var ekki fallegur leikur. ÍR leikurinn heima var allt annar handbolti en mér er alveg sama um það. Ég er bara ánægður með stigin tvö. „Þetta var flott hjá kynninum í upphafi að espa okkur aðeins upp með að segja að þeir höfðu ekki tapað í ellefu leikjum. Ég hafði gaman að því. Kristinn: Okkur að kenna að við töpum„Það var klárlega tvígrip hér í restina og það var klárlega mark sem Atli Karl skorar í stöðunni 21-20. Þeir voru engan vegin í takt við eitt né neitt í dag en við töpum einhverjum 20 boltum sjálfir og sköpum okkur okkar vandræði sjálfir og það er okkur að kenna að við töpum," sagði reiður Kristinn Guðmundsson þjálfari HK. „Það var barátta sem einkenndi þennan leik. Bæði lið vildu vinna hann en gæði handboltans voru ekki upp á marga fiska. Það voru margir tæknifeilar og það er margt að laga og einbeita okkur að. Menn eru að berjast eins og ljón og gefa sig í þetta þannig að það er margt jákvætt í þessu. „Þetta eru hlutir sem hafa ekkert að segja og ef maður er að hugsa um þetta þá ertu að einbeita þér að einhverju sem þú átt ekki einbeita þér að og hugsanlega vorum við að einbeita okkur meira að leiknum í dag og minna að dómurunum. Svona lagað skiptir ekki máli nema þú látir það skipta máli sjálfur," sagði Kristinn um það að vallarþulurinn hafi tilkynnt fyrir leik að HK hafi ekki tapað í 11 leikjum. Olís-deild karla Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Sjá meira
Akureyri sigraði Íslandsmeistara HK í Digranesi 22-21 þar sem Oddur Gretarsson skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins. Þjálfari og leikmenn HK var brjálaðir út afleita dómara leiksins í leikslok þar sem þeim fannst þeir yfirsjást línu og tvígrip á leikmenn Akureyrar. Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrri hálfeik og skiptust liðin á að leiða. Akureyri komst einu sinni tveimur mörkum yfir, 9-7, eftir 22 mínútna leik en annars munaði aldrei meira en einu marki á liðunum. HK var einu marki yfir í hálfeik 13-12 en seinni hálfleikur var ekki eins góður og sá fyrri þó spennuna hafi aldrei vantað í leikinn. Akureyri var jafnan á undan í seinni hálfleik og kom Arnór Freyr Stefánsson markvörður HK í raun í veg fyrir að Akureyri næði öryggri forystu í leiknum. Bæði lið léku afbragðs varnarleik í seinni hálfleik og áttu bæði lið í raun erfitt með að skapa sér færi. Bæði lið gerðu sig sek um að tapa boltanum marg oft og gæði leiksins ekki mikil. Spennan bætti gæðin upp en HK komst yfir 21-20 þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Atli Karl Bachmann skorar mark í næst síðustu sókn leiksins en Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson voru of fljótir að dæma og markið taldi ekki. HK tapaði í kjölfarið boltanum og Akureyri jafnaði metin. HK tapaði boltanum aftur í síðustu sókn sinni en þá yfirsást dómrunum að Heimir Örn Árnason vann boltann langt inni í teig. Akureyri tók leikhlé og upp úr leikhléinu braust Oddur Gretarsson í gegnum vörn HK og tryggði gestunum að norðan sigurinn. Eins og áður segir áttu dómararnir afleitan dag og þó dómarnir í lok leiksins hafi fallið með Akureyri voru bæði lið ósátt við marga dóma heilt yfir í leiknum og sögðu Akureyringar að þeir hafi átt þetta inni í lokin. Sama hvað því líður þarf dómaraforystan í landinu að setja besta dómaraparið á leiki sem þessa. Þessir dómarar ráða ekki við svona leiki. Sterka leikmenn vantaði í bæði lið. Ásgeir Jónsson og Bjarni Fritzson léku ekki með Akureyri vegna meiðsla og hjá HK vantaði Tandra Konráðsson sem fyrr auk þess sem Vladimir Djuric var að sækja fjölskylduna sína og ætti að vera með HK í næsta leik gegn FH. Heimir: Ljótur sigur„Þetta var snilld. Við vorum vængbrotnir sóknarlega því okkur vantaði 10 mörk í hægra hornið. Bjarni er búinn að vera sjóðandi heitur en Beggi (Bergvin Gíslason) leysti þetta vel af," sagði Heimir Örn Árnason annar þjálfara Akureyrar í leikslok. „Við unnum boltann trekk í trekk og fengum einhverjar sjö, átta seinni bylgjur í seinni hálfleik þar sem við misstum boltann og skutum heimskulega. Við hefðum átt að vera komnir þremur, fjórum mörkum yfir. Við vorum alveg með þá varnarlega fannst mér. „Þessi mörk hjá Eyþóri og Atla á 17 metrum drápu aðeins taktinn í okkur en þetta var karakter sigur, glæsilegur sigur. „Þetta var eins Atli Hilmars sagði stundum, þetta var ljótur sigur. Þetta verður gleymt eftir viku þegar næsti leikur byrjar, hvernig við unnum þetta. Þetta var ekki fallegur leikur. ÍR leikurinn heima var allt annar handbolti en mér er alveg sama um það. Ég er bara ánægður með stigin tvö. „Þetta var flott hjá kynninum í upphafi að espa okkur aðeins upp með að segja að þeir höfðu ekki tapað í ellefu leikjum. Ég hafði gaman að því. Kristinn: Okkur að kenna að við töpum„Það var klárlega tvígrip hér í restina og það var klárlega mark sem Atli Karl skorar í stöðunni 21-20. Þeir voru engan vegin í takt við eitt né neitt í dag en við töpum einhverjum 20 boltum sjálfir og sköpum okkur okkar vandræði sjálfir og það er okkur að kenna að við töpum," sagði reiður Kristinn Guðmundsson þjálfari HK. „Það var barátta sem einkenndi þennan leik. Bæði lið vildu vinna hann en gæði handboltans voru ekki upp á marga fiska. Það voru margir tæknifeilar og það er margt að laga og einbeita okkur að. Menn eru að berjast eins og ljón og gefa sig í þetta þannig að það er margt jákvætt í þessu. „Þetta eru hlutir sem hafa ekkert að segja og ef maður er að hugsa um þetta þá ertu að einbeita þér að einhverju sem þú átt ekki einbeita þér að og hugsanlega vorum við að einbeita okkur meira að leiknum í dag og minna að dómurunum. Svona lagað skiptir ekki máli nema þú látir það skipta máli sjálfur," sagði Kristinn um það að vallarþulurinn hafi tilkynnt fyrir leik að HK hafi ekki tapað í 11 leikjum.
Olís-deild karla Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Sjá meira