Innlent

Sýnt beint frá liðakeppni Crossfit í kvöld

Evrópska liðið í Crossfit.
Evrópska liðið í Crossfit.
Liðakeppni milli liðs Bandaríkjanna gegn liði Evrópu í Crossfit fer fram í kvöld í Lundúnum, en þrír Íslendingar eru í evrópska liðinu. Það eru þau Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Davíðsdóttir og Númi Snær Katrínarson.

Tveir Finnar eru einnig í liðinu sem og einn Breti. Þau munu mæta sterku liði Bandaríkjanna klukkan átta að íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með keppninni á netsíðu Rebook. Keppnin fer fram á ExCel leikvanginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×