Innlent

Kristján Þór og Tryggvi Þór berjast um fyrsta sætið

Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins í NA kjördæmi var sett í Mývatnssveit í dag. Á fundinum var lögð fram tillaga stjórnar um að efnt skuli til prófkjörs við val á framboðslista flokksins við þingkosningarnar næsta vor. Tillagan var samþykkt og verður prófkjörið líklega haldið í janúar samkvæmt fréttavef Vikudags.

Ragnar Sigurðsson formaður kjördæmisráðs segir að reglur prófkjörsins verði ákveðnar á næstu vikum. Hann segir líklegt að kosið verði um sex efstu sætin.

Á kjördæmisþinginu í dag hafa fimm tilkynnt þátttöku í prófkjörinu: Þingmennirnir Kristján Þór Júlíusson og Tryggvi Þór Herbertsson munu berjast um fyrsta sætið í kjördæminu. Þrjú önnur framboð bárust en Jens Garðar Helgason bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð sækist eftir fjórða til fimmta sæti.

Bergur Þorri Benjamínsson á Akureyri sækist eftir fimmta sæti. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð sækist eftir þriðja sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×