Innlent

Lokað rafrænt forval hjá Samfylkingunni í Reykjavík

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag var ákveðið að val á framboðslista fyrir alþingiskosningarnar næstu yrði bundið við flokksfélaga. Flokksvalið sem verður rafrænt fer fram 16. – 17. nóvember næstkomandi samkvæmt upplýsingum sem finna má á heimasíðu Samfylkingarinnar og rennur framboðsfrestur út laugardaginn 27. október næstkomandi kl: 19.00.

Þátttökugjald í flokksvalinu er 50.000 kr., en fyrir námsmenn 20.000 kr. eins og kveðið er á um í skuldbindandi reglum um aðferðir við val á framboðslista.

Niðurstöður flokksvalsins verða bindandi fyrir átta efstu sætin, þ.e. fjögur í hvoru Reykjavíkurkjördæminu og verður fléttulistum beitt við uppröðun á listana, þannig að fyrir liggur að kona leiði í öðru kjördæminu og karl í hinu.

Í kjörstjórn voru valin: Aðalheiður Frantzdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Ingibjörg Stefánsdóttir, Ragnheiður Sigurjónsdóttir, Kristinn Örn Jóhannesson, Gunnar Alexander Ólafsson og Stefán Benediktsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×