Innlent

Tveir handteknir og búðarþjófur gripinn glóðvolgur

Búðarþjófur. Myndin er sviðsett.
Búðarþjófur. Myndin er sviðsett.
Lögreglan handtók tvo menn í bifreið við Skeifuna í Reykjavík skömmu fyrir hádegi í dag. Samkvæmt dagbók lögreglunnar óku mennirnir bifreiðinni skömmu áður, en þeir voru báðir undir áhrifum vímuefna.

Báðir mennirnir neituðu hinsvegar að hafa ekið bifreiðinni og voru þeir því handteknir og færðir í fangageymslur en rætt verður við þá þegar víman rennur af þeim.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var svo kölluð í verslun í Smáralind vegna hnupls. Málið var afgreitt á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×