Innlent

Segir geðfötluðum ekki verr sinnt en hjá ríkinu

Hugrún Halldórsdóttir skrifar
Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson.
Yfirgeðlæknir á Kleppi segir aðstæður geðfatlaðra hafa versnað eftir að málaflokkurinn færðist frá ríkinu til sveitarfélaga. Formaður sambands Íslenskra sveitarfélaga er þessu ósammála.

Tuttugu einstaklingar, eða fjórir af hverjum fimm sjúklingum sem hafa lokið endurhæfingu á Kleppi, sitja þar fastir vegna þess að framhaldsúrræði skortir hjá sveitarfélögunum.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Halldór Kolbeinsson, yfirgeðlæknir á Kleppi segir þar málefnum geðfatlaðra illa sinnt af sveitarfélögunum og að aðstæður hafi versnað síðan málaflokkurinn færðist frá ríkinu fyrir tveimur árum.

Ástandið sé sérstaklega slæmt í Kópavogi, Hafnarfirði og Árborg, en mikið sé nú um að sjúklingar flytji lögheimili sitt til höfuðborgarinnar og Reykjanesbæjar til að komast á biðlista eftir úrræðum. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarstjórnarmenn ekki sammála þessari gagnrýni.

„Og segja á móti að það sé verið að vinna í úrræðum í viðkomandi sveitarfélögum eða að þau séu til staðar með einhverjum hætti en hafi ekki endilega verið það þegar ríkið var með málaflokkinn. Þannig að menn eru bara hissa að þetta skuli koma fram með þessum hætti," segir Halldór.

Halldór mun óska eftri að ítarlega verði farið yfir málið af hálfu félagsmálasviðs íslenskra sveitarfélaga.

„Þannig að við séum algjörlega með klára greiningu á þessu, en staðan er þessi núna að ég hef talað við fólk í sveitarfélögunum og það kannast ekki við annað en að það sé verið að betrumbæta málin frá því sem var þegar ríkið var með málaflokkinn,"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×