Innlent

Felix sló þrenn heimsmet

Felix Baumgartner er lentur heilu og höldnu en hann sló rétt í þessu heimsmet í að stökkva úr hvað mestri hæð. Hann stökk úr loftfari sínu úr 39 kílómetra hæð. Það er óhætt að segja að stökkið hafi verið gríðarlega dramatískt, en um stund hringsnérist hann og virtist eiga í erfiðleikum. Honum tókst aftur á móti að ná jafnvægi á ný og náði sambandi við stjórnstöðina við mikinn fögnuð fjölskyldu sinnar.

Felix var í frjálsu falli í 4 mínútur og 22 sekúndur, en það er ekki lengsta frjálsa fallið, því sló hann ekki það heimsmet. Hann fór hinsvegar gríðarlega hratt, eða nokkuð vel yfir 1100 kílómetra hraða, en þannig fór hann hraðast í frjálsu falli en það er einnig heimsmet. Ekki er ljóst hvort hann hafi rofið hljóðmúrinn.

Uppfært: Felix sló einnig heimsmet í hæstu hæð sem maður hefur farið með loftbelg. Hann hefur því slegið þrjú heimsmet af þeim fjórum sem hann ætlaði að slá. Það eina sem á eftir að fá staðfestingu á er hvort hann hafi rofið hljóðmúrinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×