Það tekur meira en fimm mínútur að kynna sér málið BBI skrifar 15. október 2012 13:52 Það er ábyrgðarlaust að mati fræðimannsins Ágústar Þórs Árnasonar að fullyrða að það taki fólk í mesta lagi fimm mínútur að mynda sér skoðun á stjórnarskránni, kynna sér málið og ákveða hvernig rétt er að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni næstu helgi. Í myndbandi stjórnarskrárfélagsins sem birtist á netinu fyrr í mánuðinum stíga þjóðkunnir einstaklingar fram, hvetja samlanda sína til að kjósa í atkvæðagreiðslunni og fullyrða að það taki ekki nema 5 mínútur að kynna sér málið. Því er haldið fram að fólk geti annað hvort kynnt sér málið eða horft á hálft Lady Gaga myndband og fullyrt að það sé jafnauðvelt og að sjóða egg. „Þetta eru vægast sagt ábyrgðarlausar fullyrðingar. Þetta er flókið mál," segir Ágúst Þór, formaður lagadeildar Háskólans á Akureyri. „Stjórnskipunarréttur er fræðigrein þótt allir geti haft sína skoðun. Það tekur langan tíma að skilja stjórnskipun til einhverrar hlítar. Fólk er ósjaldan í fleiri ár að sérhæfa sig í greininni. Því spyr ég mig: Hvernig getur þetta verið svona einfalt?" Ágúst bendir á að sérfræðingar deili um álitaefnin sem verið er að kjósa um út og suður. Þess vegna sé einfaldlega rangt að fólk geti kynnt sér málið af einhverju viti á stuttum tíma. „Ef þetta væri eitthvað sem allir væru sammála um þá væri það kannski hægt," segir hann. Á laugardaginn verður m.a. kosið um hvort auðlindir eigi að vera í þjóðareigu. „Fólk getur sagt já við því. Ekkert flókið við það. En svo spyr maður: Hvað þýðir Já-ið í raun? Þá getur enginn svarað því og maður er engu nær," segir hann. „Ég get ekki sagt já við einhverju sem ég veit ekki hvað er. Það er eins og að skrifa upp á óútfylltan víxil." „Þetta pirrar mig því ég er búinn að vera að berjast fyrir endurskoðun stjórnarskrárinnar í meira en aldarfjórðung. Og allt í einu er manni stillt upp sem einhverjum afturhaldssegg af því maður er ekki tilbúinn til að æða áfram með bundið fyrir augun," segir hann. Ágúst segir að það sé „náttúrlega alveg tóm steypa" að fólk geti kynnt sér málið á fimm mínútum. Hann bendir hins vegar þeim sem vilja reyna að kynna sér málið áður en þeir greiða atkvæði á skýrslu stjórnlaganefndar sem stjórnlagaráð studdist við í störfum sínum. „Þar finnur fólk umsagnir um flest þessi atriði. Hún er reyndar 750 blaðsíður en fólk þarf nú ekki að lesa hana alla. Það eru kaflar í henni sem eru frekar hnitmiðaðir," segir Ágúst. Skýrsluna má nálgast á þessum hlekk. Myndbandið umrædda má sjá hér að ofan. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Það er ábyrgðarlaust að mati fræðimannsins Ágústar Þórs Árnasonar að fullyrða að það taki fólk í mesta lagi fimm mínútur að mynda sér skoðun á stjórnarskránni, kynna sér málið og ákveða hvernig rétt er að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni næstu helgi. Í myndbandi stjórnarskrárfélagsins sem birtist á netinu fyrr í mánuðinum stíga þjóðkunnir einstaklingar fram, hvetja samlanda sína til að kjósa í atkvæðagreiðslunni og fullyrða að það taki ekki nema 5 mínútur að kynna sér málið. Því er haldið fram að fólk geti annað hvort kynnt sér málið eða horft á hálft Lady Gaga myndband og fullyrt að það sé jafnauðvelt og að sjóða egg. „Þetta eru vægast sagt ábyrgðarlausar fullyrðingar. Þetta er flókið mál," segir Ágúst Þór, formaður lagadeildar Háskólans á Akureyri. „Stjórnskipunarréttur er fræðigrein þótt allir geti haft sína skoðun. Það tekur langan tíma að skilja stjórnskipun til einhverrar hlítar. Fólk er ósjaldan í fleiri ár að sérhæfa sig í greininni. Því spyr ég mig: Hvernig getur þetta verið svona einfalt?" Ágúst bendir á að sérfræðingar deili um álitaefnin sem verið er að kjósa um út og suður. Þess vegna sé einfaldlega rangt að fólk geti kynnt sér málið af einhverju viti á stuttum tíma. „Ef þetta væri eitthvað sem allir væru sammála um þá væri það kannski hægt," segir hann. Á laugardaginn verður m.a. kosið um hvort auðlindir eigi að vera í þjóðareigu. „Fólk getur sagt já við því. Ekkert flókið við það. En svo spyr maður: Hvað þýðir Já-ið í raun? Þá getur enginn svarað því og maður er engu nær," segir hann. „Ég get ekki sagt já við einhverju sem ég veit ekki hvað er. Það er eins og að skrifa upp á óútfylltan víxil." „Þetta pirrar mig því ég er búinn að vera að berjast fyrir endurskoðun stjórnarskrárinnar í meira en aldarfjórðung. Og allt í einu er manni stillt upp sem einhverjum afturhaldssegg af því maður er ekki tilbúinn til að æða áfram með bundið fyrir augun," segir hann. Ágúst segir að það sé „náttúrlega alveg tóm steypa" að fólk geti kynnt sér málið á fimm mínútum. Hann bendir hins vegar þeim sem vilja reyna að kynna sér málið áður en þeir greiða atkvæði á skýrslu stjórnlaganefndar sem stjórnlagaráð studdist við í störfum sínum. „Þar finnur fólk umsagnir um flest þessi atriði. Hún er reyndar 750 blaðsíður en fólk þarf nú ekki að lesa hana alla. Það eru kaflar í henni sem eru frekar hnitmiðaðir," segir Ágúst. Skýrsluna má nálgast á þessum hlekk. Myndbandið umrædda má sjá hér að ofan.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira