Skömm og þunglyndi fylgir ófrjósemi Erla Hlynsdóttir skrifar 1. október 2012 19:15 Fimmtán prósent para glíma við ófrjósemi. Skömm og þunglyndi getur fylgt í kjölfarið að sögn Jessicu Leigh Andrésdóttur, konu sem hefur reynt að eignast barn í sex ár. Jessica skrifaði grein um ófrósemina sem birtist í dag á Bleikt.is og vakti mikla athygli. Hún er ósátt við leyndarhyggjuna í kring um ófrjósemi. „Ef að ég myndi til dæmis greinast með krabbamein þá myndi ég örugglega segja fleirum frá því en ef ég væri með ófrjósemi og það er eitthvað sem mér finnst þurfa að breytast, að þetta sé eitthvað feimnismál." Gunnar Rafn Heiðarsson, eiginmaður Jessicu, er á sama máli. „Þegar konan mín hringdi í mig áðan og sagði að hún vildi fá okkur í viðtal þá vissi ég ekki alveg hvað ég vildi gera, þetta kom svolítið flatt upp á mig, en mér finnst óþarfi að fela þetta, þetta er ekkert sem fólk þarf að skammast sín fyrir," segir hann. Þau höfðu í tvö ár reynt að eignast barn þegar hún var greind með óútskýrða ófrjósemi. „Það er eiginlega bara skelfilegt og í okkar tilfelli höfum við glímt við þetta í sex ár, og á þessum sex árum, eins og ég skrifa í greininni hefu ég einangrað mig mjög mikið svo er nýlega búið að greina mig með vægt þunglyndi og kvíða, sem er hægt að tengja við þetta, og það er í raun og veru allt hægt að rekja til ófrjóseminnar, eins og ég upplifi, höfnunar á því að verða móðir." Um fimmtán prósent para geta ekki eignast barn vegna ófrjósemi. „Það glímir gríðarlegur fjöldi íslendinga við þetta vandamál og ég sé ekki nokkra ástæðu til að fela það fyrir nokkrum manni." Í fyrra byrjuðu þau í meðferð fyrir fyrstu glasafrjóvgunina sem var mjög sársaukafull fyrir Jessicu. Fyrir eggheimtuna oforvaðist Jessica og náðust 23 egg, sem er afar mikið. „Og það verður til þess að eggjastokkarnir stækka og út frá þeim vellur vökvi og á þessum tíma þyngdist ég um tólf kíló á bara nokkrum dögum, ég átti erfitt með að labba á klósettið, mér leið skelfilega illa andlega." Og Jessica varð ekki ólétt „Þetta hefur oft minni áhrif á karlmenn þar sem þeir eru oft, hvað eigum við að segja, tilfinningalega bældari út á við og það er einhver svona macho ímynd sem þarf að vera til staðar en að sjáflsögðu hvílir þetta þungt á manni." Jessica missti fóstur í sumar og núna einbeita þau sér að því að byggja sig upp. Þau eiga þó enn tvo skammta í frysti. „Það er náttúrulega okkar heitasta ósk að eignast barn, það er eitthvað sem mann langar virkilega til , þannig að það hefur náttúrulega einhver áhrif , vitandi ekki hvort það tekst á endanum eða hvernig það fer," segir hún.Samtökin Tilvera boða til vitundarvakningar um ófrjósemi dagana 10. til 16. október. Sjá nánar hér. Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Sjá meira
Fimmtán prósent para glíma við ófrjósemi. Skömm og þunglyndi getur fylgt í kjölfarið að sögn Jessicu Leigh Andrésdóttur, konu sem hefur reynt að eignast barn í sex ár. Jessica skrifaði grein um ófrósemina sem birtist í dag á Bleikt.is og vakti mikla athygli. Hún er ósátt við leyndarhyggjuna í kring um ófrjósemi. „Ef að ég myndi til dæmis greinast með krabbamein þá myndi ég örugglega segja fleirum frá því en ef ég væri með ófrjósemi og það er eitthvað sem mér finnst þurfa að breytast, að þetta sé eitthvað feimnismál." Gunnar Rafn Heiðarsson, eiginmaður Jessicu, er á sama máli. „Þegar konan mín hringdi í mig áðan og sagði að hún vildi fá okkur í viðtal þá vissi ég ekki alveg hvað ég vildi gera, þetta kom svolítið flatt upp á mig, en mér finnst óþarfi að fela þetta, þetta er ekkert sem fólk þarf að skammast sín fyrir," segir hann. Þau höfðu í tvö ár reynt að eignast barn þegar hún var greind með óútskýrða ófrjósemi. „Það er eiginlega bara skelfilegt og í okkar tilfelli höfum við glímt við þetta í sex ár, og á þessum sex árum, eins og ég skrifa í greininni hefu ég einangrað mig mjög mikið svo er nýlega búið að greina mig með vægt þunglyndi og kvíða, sem er hægt að tengja við þetta, og það er í raun og veru allt hægt að rekja til ófrjóseminnar, eins og ég upplifi, höfnunar á því að verða móðir." Um fimmtán prósent para geta ekki eignast barn vegna ófrjósemi. „Það glímir gríðarlegur fjöldi íslendinga við þetta vandamál og ég sé ekki nokkra ástæðu til að fela það fyrir nokkrum manni." Í fyrra byrjuðu þau í meðferð fyrir fyrstu glasafrjóvgunina sem var mjög sársaukafull fyrir Jessicu. Fyrir eggheimtuna oforvaðist Jessica og náðust 23 egg, sem er afar mikið. „Og það verður til þess að eggjastokkarnir stækka og út frá þeim vellur vökvi og á þessum tíma þyngdist ég um tólf kíló á bara nokkrum dögum, ég átti erfitt með að labba á klósettið, mér leið skelfilega illa andlega." Og Jessica varð ekki ólétt „Þetta hefur oft minni áhrif á karlmenn þar sem þeir eru oft, hvað eigum við að segja, tilfinningalega bældari út á við og það er einhver svona macho ímynd sem þarf að vera til staðar en að sjáflsögðu hvílir þetta þungt á manni." Jessica missti fóstur í sumar og núna einbeita þau sér að því að byggja sig upp. Þau eiga þó enn tvo skammta í frysti. „Það er náttúrulega okkar heitasta ósk að eignast barn, það er eitthvað sem mann langar virkilega til , þannig að það hefur náttúrulega einhver áhrif , vitandi ekki hvort það tekst á endanum eða hvernig það fer," segir hún.Samtökin Tilvera boða til vitundarvakningar um ófrjósemi dagana 10. til 16. október. Sjá nánar hér.
Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Sjá meira