Skömm og þunglyndi fylgir ófrjósemi Erla Hlynsdóttir skrifar 1. október 2012 19:15 Fimmtán prósent para glíma við ófrjósemi. Skömm og þunglyndi getur fylgt í kjölfarið að sögn Jessicu Leigh Andrésdóttur, konu sem hefur reynt að eignast barn í sex ár. Jessica skrifaði grein um ófrósemina sem birtist í dag á Bleikt.is og vakti mikla athygli. Hún er ósátt við leyndarhyggjuna í kring um ófrjósemi. „Ef að ég myndi til dæmis greinast með krabbamein þá myndi ég örugglega segja fleirum frá því en ef ég væri með ófrjósemi og það er eitthvað sem mér finnst þurfa að breytast, að þetta sé eitthvað feimnismál." Gunnar Rafn Heiðarsson, eiginmaður Jessicu, er á sama máli. „Þegar konan mín hringdi í mig áðan og sagði að hún vildi fá okkur í viðtal þá vissi ég ekki alveg hvað ég vildi gera, þetta kom svolítið flatt upp á mig, en mér finnst óþarfi að fela þetta, þetta er ekkert sem fólk þarf að skammast sín fyrir," segir hann. Þau höfðu í tvö ár reynt að eignast barn þegar hún var greind með óútskýrða ófrjósemi. „Það er eiginlega bara skelfilegt og í okkar tilfelli höfum við glímt við þetta í sex ár, og á þessum sex árum, eins og ég skrifa í greininni hefu ég einangrað mig mjög mikið svo er nýlega búið að greina mig með vægt þunglyndi og kvíða, sem er hægt að tengja við þetta, og það er í raun og veru allt hægt að rekja til ófrjóseminnar, eins og ég upplifi, höfnunar á því að verða móðir." Um fimmtán prósent para geta ekki eignast barn vegna ófrjósemi. „Það glímir gríðarlegur fjöldi íslendinga við þetta vandamál og ég sé ekki nokkra ástæðu til að fela það fyrir nokkrum manni." Í fyrra byrjuðu þau í meðferð fyrir fyrstu glasafrjóvgunina sem var mjög sársaukafull fyrir Jessicu. Fyrir eggheimtuna oforvaðist Jessica og náðust 23 egg, sem er afar mikið. „Og það verður til þess að eggjastokkarnir stækka og út frá þeim vellur vökvi og á þessum tíma þyngdist ég um tólf kíló á bara nokkrum dögum, ég átti erfitt með að labba á klósettið, mér leið skelfilega illa andlega." Og Jessica varð ekki ólétt „Þetta hefur oft minni áhrif á karlmenn þar sem þeir eru oft, hvað eigum við að segja, tilfinningalega bældari út á við og það er einhver svona macho ímynd sem þarf að vera til staðar en að sjáflsögðu hvílir þetta þungt á manni." Jessica missti fóstur í sumar og núna einbeita þau sér að því að byggja sig upp. Þau eiga þó enn tvo skammta í frysti. „Það er náttúrulega okkar heitasta ósk að eignast barn, það er eitthvað sem mann langar virkilega til , þannig að það hefur náttúrulega einhver áhrif , vitandi ekki hvort það tekst á endanum eða hvernig það fer," segir hún.Samtökin Tilvera boða til vitundarvakningar um ófrjósemi dagana 10. til 16. október. Sjá nánar hér. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Fimmtán prósent para glíma við ófrjósemi. Skömm og þunglyndi getur fylgt í kjölfarið að sögn Jessicu Leigh Andrésdóttur, konu sem hefur reynt að eignast barn í sex ár. Jessica skrifaði grein um ófrósemina sem birtist í dag á Bleikt.is og vakti mikla athygli. Hún er ósátt við leyndarhyggjuna í kring um ófrjósemi. „Ef að ég myndi til dæmis greinast með krabbamein þá myndi ég örugglega segja fleirum frá því en ef ég væri með ófrjósemi og það er eitthvað sem mér finnst þurfa að breytast, að þetta sé eitthvað feimnismál." Gunnar Rafn Heiðarsson, eiginmaður Jessicu, er á sama máli. „Þegar konan mín hringdi í mig áðan og sagði að hún vildi fá okkur í viðtal þá vissi ég ekki alveg hvað ég vildi gera, þetta kom svolítið flatt upp á mig, en mér finnst óþarfi að fela þetta, þetta er ekkert sem fólk þarf að skammast sín fyrir," segir hann. Þau höfðu í tvö ár reynt að eignast barn þegar hún var greind með óútskýrða ófrjósemi. „Það er eiginlega bara skelfilegt og í okkar tilfelli höfum við glímt við þetta í sex ár, og á þessum sex árum, eins og ég skrifa í greininni hefu ég einangrað mig mjög mikið svo er nýlega búið að greina mig með vægt þunglyndi og kvíða, sem er hægt að tengja við þetta, og það er í raun og veru allt hægt að rekja til ófrjóseminnar, eins og ég upplifi, höfnunar á því að verða móðir." Um fimmtán prósent para geta ekki eignast barn vegna ófrjósemi. „Það glímir gríðarlegur fjöldi íslendinga við þetta vandamál og ég sé ekki nokkra ástæðu til að fela það fyrir nokkrum manni." Í fyrra byrjuðu þau í meðferð fyrir fyrstu glasafrjóvgunina sem var mjög sársaukafull fyrir Jessicu. Fyrir eggheimtuna oforvaðist Jessica og náðust 23 egg, sem er afar mikið. „Og það verður til þess að eggjastokkarnir stækka og út frá þeim vellur vökvi og á þessum tíma þyngdist ég um tólf kíló á bara nokkrum dögum, ég átti erfitt með að labba á klósettið, mér leið skelfilega illa andlega." Og Jessica varð ekki ólétt „Þetta hefur oft minni áhrif á karlmenn þar sem þeir eru oft, hvað eigum við að segja, tilfinningalega bældari út á við og það er einhver svona macho ímynd sem þarf að vera til staðar en að sjáflsögðu hvílir þetta þungt á manni." Jessica missti fóstur í sumar og núna einbeita þau sér að því að byggja sig upp. Þau eiga þó enn tvo skammta í frysti. „Það er náttúrulega okkar heitasta ósk að eignast barn, það er eitthvað sem mann langar virkilega til , þannig að það hefur náttúrulega einhver áhrif , vitandi ekki hvort það tekst á endanum eða hvernig það fer," segir hún.Samtökin Tilvera boða til vitundarvakningar um ófrjósemi dagana 10. til 16. október. Sjá nánar hér.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira